Íslenska krónan ræður ekki við gjaldþrot Landsbankans

Í smáfrétt á Rúv, sem er merkilegri er margur heldur. Í umræddri frétt hjá Rúv kemur fram að íslenska krónan ræður ekki við gjaldþrot Landsbankans. Enda er gjaldþrot Lansbankans 1227 milljarðar, þá án svokallaðra gengisáhrifa. Landsframleiðsla íslendinga er rúmlega 1300 milljarðar fyrir efnahagshrun, í dag er landsframleiðslan eitthvað minni. Hversu miklu munar í dag veit ég ekki ennþá. Hinsvegar eru einnig gengisáhrif sem koma inn í uppgjör á Landsbankanum, þá eru endurheimtur úr þrotabúi Landsbankas 1177 milljarðar. Því er hreint tap vegna krónunar 50 milljarðar samkvæmt þeim tölum sem gefnar eru upp í frétt Rúv.

Íslenska krónan er engu að síður sá gjaldmiðill sem margir íslendingar vilja nota í dag. Þrátt fyrir að þá staðreynd að íslenska krónan mun aldrei jafna sig eftir þetta efnahagshrun sem varð árið 2008. Enda eru tölunar slíkar að um er að ræða þjóðarframleiðslur Íslands í nokkur ár, og er þá bara verið að taka saman gjaldþrot íslensku bankana. Allt annað er þá ótalið og er ennþá í mikilli óvissu um þessar mundir.

Það er alveg ljós að íslendingar þurfa nauðsynlega nýjan gjaldmiðil. Eina leiðin til þess er aðild Íslands að ESB, og þá verður evran tekin upp sem gjaldmiðil á Íslandi eftir nokkur ár.

Frétt Rúv.

Krónan ekki burðug í bankauppgjör