Hatur á samkynhneigðum á Íslandi

Öfgabloggarinn Jón Valur Jensson lætur ekki sitt eftir liggja í því að boða út hatur gegn samkynhneigðu fólki á Íslandi. Svona þess á milli sem hann lýgur til um ESB og lýgur uppá stuðningsmenn ESB aðildar á Íslandi. Ég ætla þó minnst að fjalla um ESB málefni hérna. Ég ætla að fjalla um öllu alvarlegra mál.

Íslendingar hafa undanfarið verið að hneykslast á orðum færeyska þingmannsins Jens um Jóhönnu og konu hennar. Á sama tíma hinsvegar hafa íslendingar verið að hunsa skipulega það öfgafólk sem þrífst á Íslandi og er í reynd skoðanabræður Jens í Færeyjum að öllu leiti. Þetta öfgafólk á Íslandi hatar samkynhneigða og telur það fólk ekki vera mennskt í verstu öfgunum.

Núna í dag hefur Jón Valur komist að þeirri niðurstöðu að samkynhneigt fólk sé líklegra að fá HIV og AIDS vegna þess að það er samkynhneigt. Jón Valur sleppir öllum öðrum þáttum í málinu og einbeitir sér bara að þessum eina atriði. Hann hugsar ekkert út í þær staðreynd að líklega sé getnaðarvörnum ábótavant hjá samkynhneigðu fólki í Frakklandi, eða þá að þetta sé félagslegt vandamál innan samkynhneigðra þar í landi eða hugsanlega einhver önnur ástæða alls óskyld kynhegðun þessa fólks. Hvað sem því líður þá eru skoðanir Jóns Vals ógeðslegar að öllu leiti og eiga ekki að þrífast á Íslandi, í samfélagi sem telur sig vera jafnréttis-sinnað og ber virðingu fyrir ólíkum lífstíl fólks og ólíkri kynhegðun fólks.

Þeir sem vilja kynna sér hatursfulla grein Jóns Vals í garð samkyneigarð geta gert það hérna.