Yfirgengileg stjórnun Facebook á notendum sínum

Eins og aðrir samskiptavefir þá hefur Facebook ákveðnar reglur og stjórnun á sínum vef. Þetta gera allir samskiptavefir í dag. Munurinn á Facebook hinsvegar og hinum samskiptavefsíðum er sú staðreynd að stjórnunin á Facebook er yfirgengileg og óskýr. Sem dæmi þá er bannað að adda ákveðið mörgu fólki, hinsvegar veit enginn hver þau takmörk eru og hvenær þú færð viðvörun vegna þess að þú addaðir of mörgum í einu inná Facebook áður en þú færð viðvörun. Ég fékk mína fyrstu slíka viðvörun um daginn, og þó adda ég ekki mörgum inná Facebookið hjá mér á hverjum degi. Suma daga er þetta meira, aðra daga minna. Flesta daga hinsvegar adda ég fáum, og það er lítið verið að adda mér.

Þessi yfirgengilega stjórnun á Facebook er mjög áhugaverð. Þar sem svona yfirgengileg stjórnun og óskýr mörk fær fólk til þess að færa sig frá Facebook og yfir á MySpace eða aðrar samskiptavefsíður sem hafa ekki þessi takmörk og hafa aldrei haft eftir því sem ég kemst næst. Það er augljóst að Facebook er núna á toppnum í fjölda notenda og vinsælda. Enda er notendafjöldi Facebook núna um þessar mundir rúmlega 500 milljónir og mun líklega vaxa eitthvað í viðbót. Það er hinsvegar óljóst hversu lengi Facebook mun halda þessum vinsældum sínum í viðbót. Þar sem að fólk kann ekki við mjög mikla og yfirgengilega stjórnun á samskiptavefjum, eins og er raunin með Facebook í dag. Sérstaklega þegar samskiptavefsíðan reynir að stjórn því hvernig og afhverju fólk er að eignast vini yfir samskiptavefsíður eins og Facebook. Enda tengir internetið heiminn saman í gegnum vefsíður eins og Facebook, MySpace og aðrar slíkar. Núverandi hegðun Facebook mun aðeins enda á einn veg, með gjaldþroti Facebook í þrjú til fimm ár. Það fer þó eftir því hvenar toppnum er náð í vinsældum og hvenær fækkun notenda hefst hjá þeim.

Ég mun halda Facebook aðgangi mínum um sinn. Nema þá að Facebook ákveði að eyða mér út, eða setja mig í tímabundið bann fyrir að adda of mörgum nýjum vinum inná Facebook aðganginn minn samkvæmt þeirra eigin skoðun.

Önnur blogg um þetta mál á ensku.

Facebook Slapped Me On The Wrist
How to respond when Facebook censors your political speech: Part 1

Þetta er þýdd bloggfærsla hjá mér, upprunalegu færsluna á ensku má finna hérna.