Morgunblaðið býr til frétt úr bloggfærslu bresks ESB andstæðings

Morgunblaðið hefur gert það aftur. Það er að búa til frétt úr bloggfærslu ESB andstæðings í Bretlandi. Umræddur ESB andstæðingur heitir Daniel Hannan og er Evrópu-þingmaður fyrir Breska Íhaldsflokkinn í Bretlandi. Þar fyrir utan er hann þekktur fyrir að vilja leggja niður NHS (heilbrigðisþjónustuna) í Bretlandi og annað slíkt, sem teljast vera öfgaskoðanir innan Bretlands.

Á vefsíðu YouGov í Bretlandi kemur þetta hérna einnig fram.

This comes as Conservative European MP Daniel Hannan launches a cross-party campaign to demand a referendum on Britain’s EU membership, the promise of which has made and broken by multiple prime ministers during election campaigns.

Tekið héðan.

Mig varðar lítið um það hvort að Bretland er í ESB eða ekki. Það sem mig þó varðar um er sú staðreynd að Morgunblaðið framleiðir fréttir án þess að geta nokkura heimilda eða vanda til verka þegar þeir skrifa fréttir hjá sér. Það er einnig staðreynd að þetta virðist vera hreinræktuð áróðursfrétt í Morgunblaðinu gegn ESB og hugsanlegri ESB aðild Íslands.

Frétt og blogg um þetta mál.

47% Breta vilja úr ESB (mbl.is)
New YouGov poll: Britain would vote by 47 per cent to 33 to leave the EU (Daniel Hannan blogg)
EU Referendum (YouGov.co.uk)