DV.is lokar á athugasemdir frá mér

Útaf einhverjum afskaplega undarlegum orsökum þá hefur DV.is lokað á það að ég geti sett inn athugasemdir við fréttir frá þeim. Ég veit ekki hvað gerðist til þess að þetta bann kom til, en það er í gildi og ég get ekki sett neinar athugasemdir við fréttir hjá þeim.

Það hefur lítið farið fyrir stóryrðum hjá mér þegar ég geri athugasemdir við fréttir DV.is. Þannig að mér er þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Það sem gerist núna þegar ég reyni að setja inn athugsemd við frétt á DV.is er að textinn er grár og þegar ég ýti á „setja inn“ þá verður boxið rautt og textinn neitar að fara inn. Þetta er ekki bilun í Facebook app sem DV notar, þar sem ég hef séð athugasemdir koma inn við fréttir frá öðru fólki.

Þess ber að geta að DV hefur ekki sent mér stafkrók um það afhverju ég hef verið takmarkaður frá því að setja inn athugsemdir við fréttir hjá þeim. Ég ennfremur stórlega efast um að þetta bann sé framkvæmt af Facebook sjálfu og án vitundar DV.is.

2 Replies to “DV.is lokar á athugasemdir frá mér”

  1. Þetta hefur eitthvað gera með vefinn. Ég skrifaði inn og fékk þetta „gráa“ yfirbragð stafanna og tók textann og formattaði hann og sett hann inn aftur. Prófaðu þetta.

  2. Ég þakka ábendinguna. Þó get ég ekki formattað textann eins og þú gerir. Ég nota nýjustu útgáfa af Firefox.

Lokað er fyrir athugasemdir.