Íslenskir bændur flytja út lambakjöt til ESB

Eins og kunnugt er þá eru íslenskir bændur á móti ESB aðild Íslands. Það stoppar hinsvegar ekki íslenska bændur í að vilja flytja út íslenskt lambakjöt til aðildarríkja ESB, en þetta íslenska kjöt er þá í beinni samkeppni við lambakjötsframleiðendur innan ESB. Í dag er málum þannig háttað til að íslenskt lambakjöt sætir tollatakmörkunum af hálfu ESB, og er þar um að ræða svo kallaða tollkvóta eins og þeir eru skilgreindir og samþykktir af WTO. Þetta er sama dæmi og er í gildi hérna á landi, nema að innan ESB er þetta ekki notað til þess að koma í veg fyrir samkeppni eins og er raunin á Íslandi.

Þetta ástand er ekkert nýtt. Í grein frá Bændasamtökum Íslands sem er frá árinu 2005 kemur þetta skýrt og greinilega fram.

Það er heldur ekki svo að ESB leggi ekki á tolla eða beiti ekki magntakmörkunum á innflutning til að vernda landbúnað í aðildarlöndunum. Nærtækt dæmi um það eru tollkvótar fyrir íslenskt lambakjöt. Ef við flytjum til ESB meira magn en þau 1.350 tonn sem þar hefur verið samið um, ber það fulla tolla.

Matvælaverð og alþjóðaviðskipti með búvörur (2005, Mbl.is)

Það sem er ennfremur alveg ljóst að þegar það kemur að útflutningi inn til ESB. Þá mun ESB krefjast þess að þeim ríkjum sem flytja inn á markað hjá þeim að varan uppfylli kröfur ESB um hreinlæti og öryggi matvæla samkvæmt lögum ESB. Hjá íslendingum er þetta gert núna í dag á grundvelli EES samningins. Þetta er meðal annars ástæða þess að íslendingar þurfa að taka upp matvælalöggjöf ESB. Það undarlega við þá lagasetningu er sú staðreynd að Bændasamtök Íslands hafa lagst alfarið á móti þeirri lagasetningu eins og hún kemur frá ESB. Það alveg ljóst að ef Bændasamtök Íslands halda þessu viðhorfi sínu til streitu þá mun ESB einfaldlega banna innflutning á íslensku lambakjöti af heilsufarsástæðum. Það er einnig vegna þess að íslensk stjórnvöld þurfa núna að breyta stjórnsýslunni í kringum landbúnað á þessum útflutningsgrundvelli og vegna kröfu frá ESB.

Þessar breytingar eru algerlega óháðar aðildarumsókn Íslands að ESB, og þessar breytingar munu þurfa að eiga sér stað. Hafi íslendingar á annað borð áhuga á því að flytja inn á ESB markaðinn. Það er því afskaplega undarlegt að sjá fréttir þess efnis að Bændasamtökin kvarta yfir breytingum á landbúnaðarkerfinu, sem eru eingöngu til komnar vegna útflutnings þeirra á íslenskri landbúnaðarvöru til ESB markarðarins. Þetta notað síðan andstæðingar ESB á Íslandi að veikum mætti til þess að reyna að sannfæra fólk um að ESB sé á einhvern hátt vont. Það er nú bara staðreynd að íslendingar þurfa að breyta ýmsu hjá sér ef við viljum eiga í viðskiptum við ESB. Þar sem augljóst er að ESB mun ekki sætta sig við verri gæði á vöru en það sem er nú þegar í boði á innri markaði ESB og er framleitt þar.

Tenglar og fréttir tengdar þessu.

Matvælaverð og alþjóðaviðskipti með búvörur (mbl.is, 2005)
Staða landbúnaðarins verði skýrð (Rúv.is)
Siðlaus stjórnvöld á framfæri ESB (Evrópuvaktin, Björn Bjarnarson bullar mikið og margt þarna)

Vefsíða ESB um matvælaöryggi
EU import conditions for fresh meat and meat products (pdf, enska)
International Affairs – Import Conditions (Vefsíða ESB)