Ábyrðarlaus sjálfstæðisflokkur

Það er augljóst að sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgðarlaus stjórnmálaflokkur. Á Alþingi neitar sjálfstæðisflokkurinn því að fara í mál við fyrrverandi ráðherra sína vegna afglapa í starfi. Á þann háttinn samþykkir sjálfstæðisflokkurinn í reynd þau vinnubrögð sem viðkomandi ráðherrar höfðu uppi í þegar þeir voru við völd. Ég tek fram að þetta er ekki einugöngu bundið við sjálfstæðisflokkinn. Allar þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið með ráðherra undanfarin ár eru ekki undanskildir frá þessu sama ábyrgðarleysi.

Með því að samþykkja ábyrgðarleysi eins og það sem sjálfstæðisflokkurinn hefur gert þá eru þeir að lýsa sig óhæfa til stjórnarsetu um alla framtíð, eða þangað til að sjálfstæðisflokkurinn tekur ábyrgð á gjörðum sinna ráðherra.

Þeir stjórnmálaflokkar sem samþykktu ábyrgðarleysi og afglöp (og jafnvel glæpsamlega) ráðherra sinna þegar þeir voru við völd eiga ekkert erindi inná Alþingi íslendinga og ég mun persónulega ekki kjósa slíka stjórnmálaflokka í kosningum til Alþingis.

Þörfin fyrir nýja stjórnmálaflokka á Íslandi er orðin mikil. Ég tek það sérstaklega fram að ég mun ekki kjósa þann stjórnmálaflokk sem er á móti ESB aðild Íslands, og ef til þess kemur þá mun ég skila auðu eða neita að mæta á kjörstað ef framboðin verða mér ekki að skapi.