Herstjórnin í Búrma reynir að taka tölvur af U.N

Samkvæmt fréttum Times Online þá reyndi herstjórnin í Búrma að gera tölvur U.N upptækar í þeim tilgangi að komast yfir gögn sem eru á hörðum diskum vélanna. En á þessum tölvum eru myndir þar sem hægt er að þekkja leiðtogana sem leiddu uppreisnina gegn herstjórninni fyrir tveim vikum síðan. En þeir hafa farið í felur til þess að koma í veg fyrir að verða handteknir af herstjórninni í Búrma.

Fréttina er hægt að lesa hérna: Junta hunts dissidents on UN computers