Aðeins um sjálfstæðisflokkinn

Í dag er sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem 35% íslendinga mundu kjósa samkvæmt skoðanakönnunum. Þessar tölur eru undarlegar sérstaklega í ljósi þess að sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem ber hvað mesta ábyrgð á því hvernig er komið fyrir íslendingum núna í dag.

Það er alveg ljóst að sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem hefur ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi. Núna á aðeins að draga einn mann úr þeim flokki til ábyrgðar á því efnahagshruni. Sá maður er Geir Haarde. Hinsvegar virðist sá maður sem kom þessu öllu að stað sleppa. Sá maður heitir Davíð Oddsson og er núna ritstjóri á Morgunblaðinu, þar sem hann situr sveittur við að endurskrifa söguna og koma því helst þannig fyrir að engin ábyrgð falli á sjálfstæðisflokkinn. Gildir þá einu hversu miklu hann þarf að ljúga til þess að skrifa þátt sjálfstæðisflokksins útúr efnahagshruninu á Íslandi. Ég minni á að Davíð Oddsson var embættismaður í Seðlabanka Íslands þegar efnahagshrunið átti sér stað, og það er innan við ár síðan hann var rekin þaðan með skömm af ríkisstjórn Samfylkinginar og Vinstri Grænna.

Þrátt fyrir augljóslega glæpastarfsemi sjálfstæðisflokksins á Íslandi undanfarna áratugi. Þá ætla engu að síður 35% íslendinga að kjósa sjálfstæðisflokkinn ef að kosið væri núna.

Ég spyr af fullri alvöru og án þess að hika. Er þetta fólk eitthvað heimskt ?