Yfirgangur gegn íslenskum almenningi

Frá því að lýðveldið á Íslandi var stofnað hafa aðalega tveir stjórnmálaflokkar farið með völdin á Íslandi. Þessir stjórnmálaflokkar heita sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn. Þessir stjórnmálaflokkar hafa ákvarðað efnahagstefnu Íslands í meira og minna frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Það er þó ekki það sem er alvarlegast. Allan þennan tíma hafa þessir stjórnmálaflokkar í samstarfi við aðra stjórnmálaflokka á Íslandi og viðhaldið yfirgangi gagnvart almenningi á Íslandi. Haldið niður kaupmætti og kjörum almennings á Íslandi. Viðhaldið óréttlátu lánakerfi sem gengur útá það að lánastofnanir eru bæði með buxur og axlabönd. Á meðan sá sem tekur lánið fær að hirða það sem úti frýs.

Flokkskýrteini er aðgöngumiði

Á Íslandi er það þannig í dag og hefur verið lengi að það er flokkskýrteinið sem opnar þér til frama og góðs lífs. Útá flokksskýrteinið færðu vinnu á Íslandi og ef þú kemur úr efri lögum þjóðfélagsins á Íslandi þá tryggir flokksskýrteinið þér góða vinnu sem borgar vel og þú þarft að leggja sem minnst á þig. Þú þarft ennfremur ekki að kunna neitt. Hinsvegar fylgir sú kvöð flokksskýrteininu að þú mátt ekki gagnrýna þann flokk eða verk hans sem útvegar þér vinnuna eða umrætt flokksskýrteini. Slíkt kallar á brottrekstur úr starfi og jafnvel tap á stöðu innan umrædds stjórnmálaflokks. Þetta vandamál sem ég tala um hérna er ekki bundið við einn stjórnamáflokk á Íslandi. Heldur alla stjórnamálaflokkana á Íslandi núna í dag og engin tilraun hefur verið gerð til þess að breyta þessu á undanförnum árum og lítið eða ekkert hefur gerst eftir efnahagshrunið árið 2008 varðandi þessa gerð af spillingu.

Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið hvað spilltastir í þessu að mínu mati.

1. Sjálfstæðisflokkurinn. Hefur raðað flokksmönnum inn í íslenska stjórnmálakerfið á undanförnum áratugum.
2. Framsóknarflokkurinn. Hefur gert það sama. Þó í samvinnu við sjálfstæðisflokkinn. Þar fær sjálfstæðisflokkurinn betra embættið en framsóknarflokkurinn verra embættið.
3. Vinstri-Grænir. Núverandi ríkisstjórnarseta þeirra einkennist af ráðningu vanhæfs fólks í hinar ýmsu stöður innan ráðuneytanna. Þetta byrjaði hjá Vinstri-Grænum um leið og þeir komust til valda og þeir hafa haldið þessu áfram síðan þá og virðast hafa aukið slíkar ráðningar ef eitthvað er.
4. Samfylkingin. Af öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi þá er Samfylkingin sá stjórnmálaflokkur sem hvað minnst hefur stundað svona ráðningar. Hann er engu að síður ekki ósnertur af þeim. Enda hefur undanfarna mánuði verið fólk ráðið til ráðuneyta Samfylkingar án auglýsinga og án eðlilegs ráðningarferlis innan stjórnsýslunnar eins og ætti að vera krafa um á Íslandi. Þá algerlega óháð því hvaða stjórnmálaflokkur er við völd á Íslandi.

Baráttan gegn Evrópu á Íslandi

Á Íslandi er stunduð barátta gegn Evrópu. Þá sérstaklega Evrópusambandinu og öllu því sem það stendur fyrir. Þá sérstaklega lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þetta er hinsvegar einnig barátta um sérhagsmuni sjálfstæðisflokksins og að hluta til sérhagsmuna framsóknarflokksins. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa mikilla hagsmuna að gæta og þeir hagsmunir snúast í kringum það að halda Íslandi utan við ESB. Enda mun ESB aðild neita þessum tveim stjórnmálaflokkum um völd sem þeir hafa þrifist á síðan íslenska lýðveldið var stofnað árið 1944. Hvað Vinstri-Græna varðar þá er þeir tveggja blands. Hluti af Vinstri-Grænum er á móti ESB aðild Íslands vegna hagsmuna sem er á sömu gerð og hagsmunir sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Hinvegar er hluti af Vinstri-Grænum á móti ESB aðild Íslands vegna þess að sá hluti Vinstri-Grænna er á móti öllu alþjóðasamstarfi Íslands við Evrópu. Gildir þá einu hvort að það samstarf er í gengum EFTA og EES eða í gegnum hugsanlega ESB aðild Íslands. Þetta fólk vill ekkert frekar en að einangra Ísland frá umheiminum eins mikið og þeir mögulega geta.

Réttarbætur frá Evrópu

Íslendingar eru aðildar að Evrópuráðinu (Council of Europe). Þessi aðild íslendinga hefur tryggt íslenskum almenningi nauðsynlegar réttarbætur á Íslandi þegar málefni íslendinga hafa ratað fyrir dómstóla Evrópuráðsins. Íslenskur almenningur fékk einnig réttarbætur þegar Ísland varð aðili að EFTA. Frekari réttarbætur komu einnig inn í íslenska löggjöf þegar Ísland varð aðili að EES samningum árið 1994. Aðild Ísland að þessum samningum hefur tryggt réttarbætur almennings á Íslandi undanfarna áratugi. Án þessara samninga þá hefðu þessar réttarbætur ekki orðið að raunveruleika og almenningur á Íslandi hefði verið mun verr settur réttindalega séð heldur en er í dag. Þrátt fyrir þessa staðreynd er ennþá til fólk á Íslandi sem er tilbúið til þess að berjast fyrir forréttinum fólks sem er tilbúið að taka af þeim réttindin og réttin til þess að lifa mannsæmandi lífi á Íslandi.

Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu

Sérhagsmunir ganga aðeins útá eitt, og það er að passa uppá sína stöðu sama hvað gengur á. Þá helst með valdi og hótunum ef þess þarf. Undanfarin ár þá hefur sjálfstæðisflokkurinn í samfloti með framsóknarflokknum (til ársins 2008 og að hluta til eftir það) staðið í baráttu gegn Evrópusambandsaðild Íslands núna í marga áratugi. Enda nær sú barátta gegn Evrópusambandinu fyrir stofnun þess og alveg til þess tíma þegar íslendingar tókust á um EFTA aðild Íslands. Á þeim tíma var hart barist gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópubandalaginu sem var til á sama tíma. Á þeim tíma unnu andstæðingar Evrópubandalagsins sigur og komu í veg fyrir aðild Íslands að því bandalagi. Þegar það gerðist urðu íslendingar af mikilli réttarbót sem hefði fylgt aðild að Evrópubandalaginu.

Leiðin að einræði á Íslandi

Í dag gengur baráttan gegn Evrópusambandinu útá það að vernda sérhagsmuni, eins og ég hef nefnt hérna að ofan. Það ber þó minna á er sú staðreynd að með þessari baráttu er sjálfstæðisflokkurinn með tilraunir þess efnis að ná alræðisvaldi á Íslandi. Í þeirri vegferð hefur sjálfstæðisflokkurinn gert tilraunir til þess að leggja undir sig alla fjölmiðla á Íslandi. Enda er það þannig í einræði að þegar þú stjórnar upplýsingaflæðinu, þá í raun stjórnar þú því sem almenningur hugsar og fær að vita. Í dag er staðan þannig að langflestir fjölmiðlar á Íslandi eru undir stjórn sjálfstæðisflokksins. Sjálfur Davíð Oddsson situr í Morgunblaðinu og tapar þar yfir tveim milljónum á dag, alla daga ársins. Enda hefur almenningur gert uppreisn gegn Davíð Oddssyni á undanförnum árum. Enda fékk almenningur á Íslandi nóg af yfirgangi Davíðs fljótlega uppúr árinu 2002. Það hefur þó ekki stoppað sjálfstæðisflokkinn í því að dæla út röngum upplýsingum og oft á tíðum engu öðru en bara hreinum lygum út í umræðuna á Íslandi. Núna í dag eru bæði fjölmiðlar, blogg og aðrir samskiptamátar notaðir til þess að dreifa fölskum upplýsingum og lygum á Íslandi. Þeim upplýsingum sem er verið að dreifa er allt milli himins og jarðar. Allt frá því hvernig ríkisstjórnarsamstarfið gengur og yfir það sem á að vera gerast með Evrópusambandið.

Besta dæmið um rangfærslur sem sjálfstæðisflokkurinn dreifir núna er vefurinn Evrópuvaktin. Sá vefur er eingöngu starfandi með það í huga að dreifa og gefa út áróður gegn Evrópusambandinu og starfsemi þess í dag. Þessi áróður er beinist einnig gegn umsókn Íslands að Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild Íslands að því [Evrópusambandinu] í kjölfarið. Aðrir fjölmiðlar eru einnig notaðir. Helst ber þar að nefna Morgunblaðið. Hinsvegar hefur sjálfstæðisflokkurinn einnig ítök í Fréttablaðinu, jafnvel þó svo að það skrif með ESB aðild Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig ítök á Rúv og virðist ráða öllu sem fer þar fram innanhús. Sama gildir um fréttastofu Stöðvar 2. Margir íslendingar hafa verið að velta því fyrir sér eftir hrun afhverju íslenskir fjölmiðlar væru svona ónýtir. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa fjölmiðla á Íslandi ónýta og koma þannig í veg fyrir eðlilega gagnrýni og umfjallanir sem annars væri að finna í fjölmiðlum á Íslandi.

Hin hræddu 35% íslendinga

Á Íslandi býr hrætt fólk. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnum telst þetta fólk vera rúmlega 35% íslendinga. Þetta hrædda fólk er tilbúið að kjósa sjálfstæðisflokkinn sama hvað gengur á og alveg óháð því hvaða lögbrot sjálfstæðisflokkurinn hefur framið undanfarna áratugi. Þetta hrædda fólk áttar sig ekki á því að án valda þá er sjálfstæðisflokkurinn ekki neitt. Enda eiga íslendingar að svipta sjálfstæðisflokkinn völdum varanlega. Bæði á Alþingi íslendinga og í sveitarstjórnum á Íslandi. Enda hefur sjálfstæðisflokkurinn ekkert erindi í það að stjórna á Íslandi miðað við framgöngu hans undanfarna áratugi á Íslandi. Framgöngu sem einkennist fyrst og fremst af yfirgangi, frekju og spillingu.

Þær lausnir sem standa íslendingum til boða

Það eru ekki margar lausnir sem standa íslendingum til boða. Stærsta lausnin er auðvitað að svipta spillta stjórnmálaflokka völdum og gera þá valdlausa með öllu á Íslandi. Önnur og ekki minni lausn er sú að íslendingar fari og passi upp á réttindi sín með aðstoð annara ríkja í Evrópu í gegnum Evrópusambandið. Enda tryggir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins það að aðildarríki Evrópusambandsins fari að lögum. Annars er viðkomandi ríki dregið fyrir Evrópudómstólinn (ECJ) og þannig tryggt að farið sé eftir lögum ESB.

Það sem kom okkur í þessi vandræði

Það er andvaraleysi íslendinga sem kom þeim í þessi vandræði sem um ræðir. Ennfremur er það óttinn sem hefur aukið á vandræðin. Enda óttast íslendingar viðbrögðin ef að tekið er á fólki sem er með völdin. Óttast það svo mikið að það þorir ekki að gera neitt og í kjölfarið blómstrar spilling og vinargreiðar innan stjórnsýslunar. Einnig sem að þetta nær til íslenskra fyrirtækja, þar sem spillingin er oft ekki minni. Enda oft sömu menn á ferð, sem hafa þá oft hætt að starfa í stjórnsýslunni á Íslandi í kjölfarið á því að spilling komst upp í kringum þá.

Það er þó alveg ljóst að íslendingar verða að breytast ef þeir vilja breytingar. Það nefnilega gerir engin þetta fyrir þá. Íslendingar verða að hefja starfið, en geta örugglega fengið aðstoð erlendis frá við að ljúka því.