Bullið í Ögmundi

Það er mikið bull sem kemur frá Ögmundi Jónassyni núverandi Dómsmálaráðherra varðandi ESB og aðildarviðræðunar um ESB. Staðreyndin er að það er engin „aðlögun“ í gangi eins og Ögmundur. Íslendingar þurfa ennfremur að taka upp lög ESB í samræmi við EES samninginn. Þau lög koma inn í íslenska löggjöf algerlega óháð því hvernig gengur í aðildariðviðræðum á milli Íslands og ESB.

Þegar ríki sækir um að verða aðili að ESB þá er það krafa annara aðildarríkja ESB (27 talsins í dag) að umrætt ríki taki upp samræmda löggjöf ESB í heild sinni. Þetta er gert á þennan hátt þannig að allstaðar innan ESB gildi allstaðar sömu lög. Tilgangurinn er að tryggja að engin lagaóvissa skapist á milli aðildarríkja ESB. Ísland hefur verið hluti af þessu ferli síðan árið 1994 en þá tók EES samningurinn gildi og öll þau lög ESB sem EES samningurinn nær til.

Ísland er einnig bundið sama ferli hjá EFTA, þó með öðrum hætti. Þó gilda ákveðin atriði innan EFTA allstaðar í aðildarríkjum EFTA til þess að koma í veg fyrir lagaóvissu og tryggja jöfn réttindi á milli aðildarríkjanna.

Innan ESB er það Evrópudómstólinn sem sker útum lagaóvissu á milli aðildarríkjanna ef slíkt kemur upp. Einnig sem að Evrópudómstólinn dæmir um fleiri málefni sem til hans gildissviðs hans.

Málflutningur Ögmundar er glórulaus og hefur alltaf verið það. Sérstaklega í ljósi þess að það hefur alltaf legið fyrir hvernig aðildarviðræðum Íslands og ESB yrði háttað (Stækkunarvefsíða ESB). Þeir einu sem virðast ekki vita hvernig þetta ferli virkar eru andstæðingar ESB á Íslandi. Það sem meira er að þetta fólk sem er á móti ESB aðild Íslands virðist ekki hafa neinn áhuga á því að kynna sér málin varðandi ESB.

Það er ennfremur engin „aðlögun“ í gangi á Íslandi þegar það kemur að ESB og hefur aldrei verið. Allt slíkt tal er einfaldlega rangt. Íslendingar hafa verið að taka upp lög ESB síðan árið 1994 eins og áður segir. Hinsvegar eru íslendingar valdalausir um innihalds þeirra laga sem koma frá ESB vegna þess að EES samningurinn veitir ekki fulltrúarétt við lagasetningar hjá ESB. Ef að íslendingar kjósa að verða aðildar að ESB þá fá íslendingar fulltrúa við lagasetningar og þær ákvarðanir sem eru teknar hjá ESB. Enda hafa þær ákvarðanir sem eru teknar innan ESB áhrif á stöðu Íslands í Evrópu og heiminum öllum.

Það eina sem Ögmundi virðast vera um-hugsað um er að halda íslendingum valdalausum og fyrir utan alþjóðasamfélagið í heild sinni. Enda er ESB orðið gífurlega öflugt á alþjóðlegum vettvangi í dag, og þegar þjóðir Evrópu tala saman í einni rödd með ESB þá hlustar heimurinn. Íslendingar eins og aðrar þjóðir Evrópu eiga að hafa sína rödd innan ESB.

Bullgrein Ögmundar Dómsmálaráðherra.

KRAFA UM 100% AÐLÖGUN!