Hvað ef einangrunnarsinnar hefðu fengið sitt fram á Íslandi

Íslendingar spá lítið í því hvernig aðstæður væru á Íslandi ef að einangrunarsinnar eins og þá sem er að finna í Vinstri Grænum og Heimssýn hefðu fengið að ráða alþjóðlegum málefnum á Íslandi undanfarna áratugi.

Ef að andstæðingar ESB á Íslandi hefðu fengið að ráða síðustu áratugi. Þá væri Ísland ekki aðili að eftirtölum samtökum.

EFTA.
Evrópska Efnahagssvæðinu.
NATO.
Evrópuráðinu (Council of Europe)

Efnahagslega hliðin

Þegar Ísland gekk í EFTA þá var efnahagur íslendinga lélegur. Efnahagslífið var einhæft og framleiðnin var afskaplega lítil. Ennfremur var hagkerfið á Íslandi lokað eftir efnahagskreppu áratugana þar á undan. Við EFTA aðild þá opnaðist íslenskur efnahagur, það dró úr einhæfni og það dró úr lokun íslensks efnahagslífs. Þó voru menn eins og Ragnar Arnalds á móti EFTA aðild Íslands og töluðu um að ástandið á Íslandi mundi versna (tímarit, grein 1969) við EFTA aðild. Staðreyndin er hinsvegar sú að við EFTA aðild þá fór ástandið hægt batnandi á Íslandi.

Sama orðræða kom upp við aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir augljósar efnahagslegar umbætur sem fylgdu aðild Íslands að EES þá var Ragnar Arnalds ennþá á móti (mbl.is, grein 2003). Þá hafði hann einnig menn eins og Steingrím J, sér til halds og traust í andstöðunni við EES samninginn.

Í dag er Ragnar Arnalds á móti hugsanlegri ESB aðild Íslands. Nema að núna hefur hann allan ný-frjálshyggjuhjörðin með Davíð Oddsson í forsæti til þess að vera á móti. Ásamt öfga fólkinu til hægri og vinstri á Íslandi. Þetta fólk er á móti ESB aðild Íslands þrátt fyrir augljósa efnahagslega kosti þess að vera aðili að ESB og taka evruna upp sem gjaldmiðil á Íslandi.

Þetta fólk er tilbúið til þess að fórna hagsmunum almennings á Íslandi vegna þess að það er á móti heiminum í kringum Ísland. Það er þó alveg ljóst að þó svo að þessu fólki takist að loka af heiminn í kringum Ísland. Hinsvegar er ljóst að heimurinn í kringum Ísland er ekki að fara neitt. Ef að íslendingar vilja lifa góðu og fjölskylduvænu lífi á Íslandi á næstu áratugum þá er eina rökrétta skrefið að ganga í ESB eftir að samningaviðræðum íslendinga og ESB líkur á næstu árum.