Rafmagnsnetið á Íslandi

Það mætti halda að rafmagnsnetið á Íslandi væri farið í klessu, en það hefur gerst talsvert oft undanfarið að aðveitustöðvar hafi verið að skemmast og verið að slá út, þar á meðal hjá mér fyrir nokkrum vikum síðan. Og núna síðast í Reykjavík. Orkuveita Reykjavíkur hefði væntanlega ekki átt að eyða svona miklum pening í byggingu nýrra höfuðstöðva, þá hefðu þeir kannski getað haldið rafmagnsnetinu í góðu ástandi. Það mætti halda að viðhaldi á rafmagnsnetinu væri ábótavant. Fyrir mitt leyti þá tel ég að þetta þurfi að rannsaka.