Hræðsluáróður á Pressunni, taka undir lygar Smáís og Stefs

Á Pressunni er að finna „frétt“ sem er ekkert annað en óþveginn hræðsluáróður gegn niðurhaldi á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Enda er það þannig að samtök dreifingaraðila á Íslandi nota slíkan áróður óspart í fjölmiðlum, ásamt því að ljúga og blekkja um meint tap af slíku niðurhali á undanförnum árum. Hérna eru nokkrar erlendar fréttir sem hafa flett ofan af lygum MPAA (Smáís eru tengjast þeim á Íslandi) og RIAA (STEF tengist þeim á Íslandi).

MPAA Lies About Movie Piracy! (2007)
MPAA lies about DVD seizure, AP embarrassed (2005)
Why the MPAA and RIAA can’t stand college students (2008)
The RIAA And MPAA Need To Lie (2007)
The MPAA: Movie Cops on the Loose (2007)
What piracy crisis? MPAA touts record box office for 2007 (2008)

Þetta er bara smábrot af þeim fréttum sem hafa verið á undanförnum árum um siðlausar lygar MPAA og RIAA í Bandaríkjum og systurfélögum þessa í Evrópu og víðar. Starfsaðferðir þessara félaga eru vafasamar erlendis og á Íslandi. Enda hafa Smáís og STEF á sínum snærum ólöglegan einkaspæjara sem rannsakar þessi mál á Íslandi í andstöðu við almenn hegningarlög á Íslandi og hann kemur síðan upplýsingum sem hann safnar til Smáís og STEF eftir þörfum.

Þegar Smáís og STEF fara að tjá sig. Þá er kominn tími til þess að hætta að hlusta. Enda eru þarna atvinnulygarar á ferðinni sem hika ekki við að blekkja fjölmiðla, almenning, ömmu sína, foreldra sína, börnin sín og nágranna ef það svo hentar þeim. Þetta mundu viðkomandi gera án þess að hika. Enda veit þetta fólk fullvel sannleikann í þessu máli. Þeir eru ekki að tapa neinu á niðurhaldi. Enda hafa tölunar talað sínu máli undanfarin ár. Þá sérstaklega fyrir efnahagskreppuna á Íslandi sem mun væntanlega draga úr hagnaðartölum að einhverju leiti á næstu árum.

Þar fyrir utan þá sína íslenskar sjónvarpsstöðvar lítið af því efni sem fólk er almennt á ná í. Enda eru íslenskar sjónvarpsstöðvar drasl frá helvíti sem oft á tíðum er varla áhorfanalegt á tímabilum. Það er ennfremur ljóst að margir tíma einfaldlega ekki að borga rúmlega 8000 kr fyrir Stöð 2 til þess að getað horft á einn sjónvarpsþátt á þeirri rás. Það er mun frekar að fólk nái í sjónvarps-sería á internetinu og kaupi síðan box settið á DVD þegar það kemur út af Amazon.co.uk. Hérna er t.d dæmi um sjónvarpsseríu sem er ekki sýnd á Íslandi. Þessi sería heitir Warehouse 13.

Smella til að kaupa tengill af Amazon.co.uk.

Það er ennfremur mitt álit sem rithöfundur að Smáís og STEF séu að valda meiri skaða og tjóni með þessari hegðun sinni en það sem verður af þessu niðurhali. Það er nefnilega staðreynd að fólk er tilbúið til þess að borga fyrir góða skemmtun. Fólk er ekki tilbúið til þess að borga fyrir það rul sem er algengt að sé sýnt á íslenskum sjónvarpsstöðvum.