Munu íslendingar munu klúðra Icesave málinu í síðasta skipti ?

Núna liggur fyrir besti Icesave samningur sem íslendingar geta fengið á byggðu bóli í hinum vestræna heimi. Ég er þó alveg vissum að íslendingar muni klúðra þessum samningi og að á endanum verða íslendingar dæmdir til þess að borga þetta af dómstólum á mun óhagstæðari kjörum en þeim sem koma fram í núverandi samningi.

Hinsvegar er ljóst að fólk sem er á móti ríkisstjórninni mun nota tækifærið núna til þess að ala á andúð á ríkisstjórn Íslands. Það er jafnframt ljóst að einnig verður tækifærið notað til þess að auka andúðina á ESB og þjóðum Evrópu.

Ef íslendingar hafna þessum Icesave samningi þá munu íslendingar einangrast efnahagslega. Hingað til hafa íslendingar nefnilega fengið að njóta vafans. Það er hinsvegar ljóst að íslendingar njóta ekki lengur vafans. Núna er komið að endalokum þess að gefa íslendingum tækifæri til þess að hafna bestu samningum sem þeir hafa fengið vegna þessa máls.

Þetta byggir þá auðvitað á því að forseti Íslands hafni því að samþykkja þennan Icesave samning eftir samþykkt Alþingis. Ef að Forseti Íslands samþykkir þennan Icesave samning þá geta íslendingar farið að snúa sér að öðrum og mikilvægir að málum.

Dæma glæpamenn efnahagshrunsins á Íslandi.