Sjálfstæðisflokkurinn á að biðja íslensku þjóðina afsökunar

Það er ekki Samfylkingin og Vinstri Grænir sem eiga að biðja þjóðina afsökunar. Heldur er það sjálfstæðisflokkurinn sem á að biðja þjóðina afsökunar. Þannig að krafa alþingismannsins Sigurðar Kára Kristjánssonar er gjörsamlega fáránleg og stenst hvorki nánari skoðun eða raunveruleikann eins og hann er á Íslandi.

Það er sjálfstæðisflokkurinn með fullþingi framsóknarflokksins sem ber ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi eins og það leggur sig. Enda er komið í ljós að bankanir voru í raun orðnir gjaldþrota árið 2006 – 2007 (eftir atvikum). Þá voru þessir tveir stjórnmálaflokkar við völd.

Það er ennfremur staðreynd að Icesave er á pólitíska ábyrgð sjálfstæðisflokksins, sem væntanlega hefur vitað hver raunveruleg staða bankana var árið 2006 og 2007 (leynifundir Davíðs Oddssonar eru dæmi um það) en kosið að hunsa vandamálið.

Ég legg fremur engan trúað á þær tölur sem alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson kemur með. Enda er maðurinn óheiðarlegur með eindæmum (samdi heila skýrslu um stöðu bankana sem var bara ein tóm lygi þegar á reyndi). Þannig að þær tölur sem Tryggi Þór Herbertsson setur fram um Icesave eru eingöngu settar fram til þess að blekkja fólk, og þetta gerir maðurinn viljandi.

Það væri hreinsun á Alþingi ef þessir tveir þingmenn mundu segja af sér þingmennsku fyrir hádegi í dag.

Frétt Pressunar.

Þingmaður krefst afsagnar ríkis-stjórnar Steingríms og Jóhönnu – Eiga að biðja þjóðina afsökunar