Hefnd sjálfstæðisflokksins

Það er augljóst að núna ætlar sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín á Samfylkingunni og Vinstri Grænum með því að hóta landsdómi vegna Icesave málsins. Sem þeir sjálfir bera alla sök á frá upphafi, og í raun varð til þegar þeir voru við völd á Íslandi og í meirihluta með framsóknarflokknum.

„Ef að þessi rannsókn leiðir það í ljós að misfarið hafi verið með hagsmuni alþingis og að íslenskir ráðamenn, ráðherrar eða undirmenn þeirra hafi brotið gegn lögum sem varða við ráðherraábyrgð þá getur komið til þess. Og nú hefur fordæmi verið sett þannig að ég hefði talið að það sama ætti yfir alla að ganga,“ segir Sigurður.

Úr frétt Rúv þann 12. Desember 2010.

Ef að einhvern á að dæma vegna Icesave málsins þá er það sjálfstæðisflokkurinn, sem gerði ekkert nema að ýta þessu máli á undan sér þangað til að það var komið í óefni. Síðan að standa gegn lausn þessa máls vegna þess að þeir voru ekki við völd á Íslandi þegar reynt var leysa það eftir að sjálfstæðisflokkurinn tapaði völdum á Íslandi. Það er þó bót í máli að núna er verið að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm þar sem hann verður meðal annars dæmdur vegna Icesave málsins sem hann bar meðal annars ábyrgð á þegar hann var forsætisráðherra á Íslandi.

Þetta er ekkert nema hræsni og hroki í þingmanni sjálfstæðisflokksins að haga sér svona. Þetta er það sem hinsvegar má búast frá spilltasta stjórnmálaflokki á Íslandi.

Frétt Rúv.

Sanngjarnt að kalla saman Landsdóm (Rúv.is)