Íslensk Icesave umræða fer í hringi

Núna er umræðan á Íslandi komin á byrjunarreit og situr þar föst. Ég persónulega nenni ekki og hef engan áhuga á því að taka þátt í umræðu sem gengur í hringi og skilar ekki neinu. Enda hefur Icesave umræðunni á Íslandi verið rænt af öfgafólki og rugludöllum sem vilja ekki ræða málið og hafa aldrei haft áhuga á því.

Stjórnarandstaðan á Íslandi notar Icesave málið til þess að reyna fella eða skaða ríkisstjórn Íslands. Vegna fávitaskapar íslensks almennings upp til hópa þá hefur þetta tekist að hluta til. Þó ber núverandi stjórnarandstaða ábyrgð á Icesave málinu frá upphafi til enda. Enda voru sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn þegar stofnað var upphaflega til Icesave í Bretlandi. Það gildir litlu þó svo að stjórnarskipti hafi orðið þegar Icesave í Hollandi var stofnað.

Íslendingar segjast ekki vilja borga Icesave en eru á sama tíma ekki tilbúnir að taka afleiðingunum af slíkri ákvörðun hjá sér. Enda er það einkenni ný-frjálshyggjunar að vilja allt fyrir ekki neitt. Sá hugsunarháttur hefur smitast út í þjóðfélagið eins og sjúkdómur sem illa gengur að losa sig við.

Íslendingum er ekki vorkunn. Enda hafa íslendingar sjálfir kosið að fara þessa leið og því bera íslendingar sjálfir ábyrgð á afleiðingum þessar leiðar sem þeir hafa valið sér. Það eru ekki þjóðir Evrópur sem bera ábyrgð á íslendingum og því sem þeir klúðra. Þetta verða íslendingar að átta sig á og það sem fyrst. Annars fara mál illa á Íslandi.