Jarðskjálftar norður af Kolbeinsey

Klukkan 04:36 hófst stór jarðskjálftahrina uþb 100 – 150 km norður af Kolbeinsey. En samkvæmt EMSC þá var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu 4.6mb (á ricther). Þessar stærðir eru úr sjálfvirku kerfi EMSC og ber því að taka þessum tölum með fyrirvara. En samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands þá var stærð þessa jarðskjálfta 3.5ML (á ricther) en það er líklega vanmat vegna fjarlægðar. Eftir því sem ég fæ best séð, þá er jarðskjálftahrinan í fullum gangi. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina tengist eldsumbrotum á þessu svæði.