Málefni Ögmundar, Lilju og Ásmundar

Það var lýsandi fyrir þau stjórnmál sem Ögmundur, Lilja og Ásmundur stunda hvernig þau höguðu sér í tíu fréttum (Rúv) gærkvöldsins. Þar sem þau leggja á flótta undan fréttamönnum og fullkomnlega eðlilegum spurningum fréttamanna um stöðu mála innan Vinstri Grænna.

Það sem er þó merkilegast í þessu er sú staðreynd að Ögmundur notar tækifærið og áskar fjölmiðla um að hafa ekki áhuga á málefnum, og vill helst að þeir spurjist ekkert fyrir um stöðu mála innan Vinstri Grænna. Sem þetta sama fólk ber eingöngu ábyrgð á og hefur gert það frá upphafi. Allt tal Ögmundar um að fjölmiðlar hafi ekki áhuga á málefnum er því ekkert annað en útúrsnúningur af hans hálfu. Svar Ásmundar var einnig léleg tilraun til þess að koma í veg fyrir fréttaflutning af þeirri stöðu sem þetta fólk er búið að koma sér í.

Ef þetta fólk væri heiðarlegt, þá væri það löngu búið að segja af sér. Ef að einhver töggur væri í formanni Vinstri Grænna þá væri hann búinn að segja þessu fólki að gera upp við sig hvort að það sé í Vinstri Grænum eða hvort að það sé fyrir utan Vinstri Græna.

Frétt Rúv.

Þremenningarnir vildu ekki tjá sig