Verðlaus og tilgangslaus umsögn InDefence hópsins

Umsögn InDefence hópsins um nýjasta Icesave samninginn er tilganglaust plagg sem þjónar ekki neinum tilgangi öðrum en þeim að æsa upp andstöðu við nýjasta Icesave samninginn. Enda hefur það sannast að InDefence eru allt annað en heiðarlegur klúbbur og hérna er á ferðinni ekkert annað en endurtekning á þeim rökum sem þeir hafa haldið fram um alla Icesave samninga til dagsins í dag.

Enda er það orðin mín skoðun þetta sé ekkert annað en hópur fólks sem neitar að bera ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins, og í reynd sé InDefence rétt eins og Icesave stofnað til af fólki sem stók á bak við efnahagshrunið. Þó svo að þetta fólk hafi kannski ekki verið í hæstu stöðum og með stærstu launin á sínum tíma.

Hérna er gott yfirlit frá Baldri McQueen um InDefence hópinn. Þetta er frá árinu 2009.

Enn af klúðri Indefence
Svar til Indefence-liða
InDefence afneita Kaupþingi?
Afmælisályktun InDefence
InDefence og pólitíkin
Til hamingju, Indefence og 70% (2010)

Texti uppfærður klukkan 00:13 UTC þann 12. Janúar 2011.