Áhrif hnattrænnar hlýnunar koma fram

Í þessari frétt kemur augljóslega fram hvernig áhrif hnattrænnar hlýnunnar koma fram. Hinsvegar er minna talað um áhrin hérna á landi, en nýjar tegundir planta og dýra eru farin að setjast að hérna á landi. Tegundir dýra sem ekki hafa verið hérna áður.

Hið sorglega er sú staðreynd að íslendingar virðast ætla sér að gera sem minnst til þess að menga minna í heiminum, en þjóð sem er 311.000 manns mengar talsvert, þó svo að við teljum ekki í milljón manns. Á höfuðborgarsvæðinu er algengt að sjá marga eina í bílum, á leið í vinnu eða skóla. Slíkt er auðvitað ekkert nema sóun á bensíni og bílnum. Einnig sem að það þarf að laga almennings samgöngur hérna á landi, en eins og staðan er í dag, þá er t.d strætó í molum á höfuðborgarsvæðinu.

Ef eitthvað er, þá mun okkar eigið ábyrgðarleysi verða okkur að falli. Vegna þess að ef við tökum ekki ábyrgð á umhverfi okkar, þá mun engin gera það.

Tengist frétt: Grænland verður sífellt grænna