Auðlindinar og þjóðremaban

Á Íslandi tíðkast það að nota auðlindirnar til þess að æsa fólk upp í heimskulegri þjóðrembu. Oftar en ekki eru notuð slagorð sem ganga útá það að vondir útlendingar séu að fara að stela auðlindum af íslendingum og af þeim sökum þurfi að vernda auðlindar sérstaklega fyrir vondum útlendingum. Stundum er vísað í dæmi frá suður Ameríku þar sem bandarísk fyrirtæki keyptu allan rétt af spilltum stjórnmálamönnum varðandi auðlyndir í viðkomandi löndum. Á Íslandi skipta staðreyndir engu máli í þessari umræðu. Þar sem það er þjóðremban sem ein skiptir máli hérna.

Núna stígur Fjármálaráðherra, Steingrímur J. og þykist getað afturkallað EES tilskipun varðandi aðskilnað á framleiðslu og sölu á raforku. Ennfremur þykist Steingrímur getað takmarkað eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi með lagabreytum. Það er auðvitað staðreynd að með þessum yfirlýsingum sínum þá er Steingrímur J. að lýsa því yfir að íslendingar ætli sér ekki að lúta þeim skilmálum sem þeir hafa skrifað undir varðandi EES samninginn. Kannski vill Steingrímur J. bara segja upp EES samningum svo að hann geti reist múra í kringum þjóðrembuna sína og til þess að vernda Ísland og íslendinga gegn vondum útlendum sem ætla sér að stela auðlindum íslendinga og ræna íslendinga inn að beini. Svörin við þessu veit enginn nema Steingrímur J. og hann verður að svara þeim sjálfur.

Ósannsögli íslendinga í þessari umræðu verður rannsóknarefni þjóðsagnarfræðinga og annara fræðinga þegar fram líða stundir. Þar sem hátt settir íslendingar, bæði í ríkisstjórn og utan hennar komast stöðugt upp með því að ljúga í fjölmiðlum varðandi stöðu auðlynda íslendinga gagnvart lögum.

Staðreyndin er nefnilega sú að öll ríki heimsins viðurkenna rétt ríkja til þess að nýta auðlyndir sínar á þann hátt sem þeim þóknast. Þetta gildir líka innan ESB, þó er þar gerði sú krafa til aðildarríkja að þau leyfi frjálsa fjárfestingu á þessu sviði eins og öðrum. Eitthvað sem íslendingar hafa reyna að koma sér undan undanfarin ár og eru að auki með sérstaka undanþágu í þeim efnum varðandi fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Það er þó athyglisvert að allir vita, og þá ráðmenn sérstaklega að það er ekki í neinu að óttast varðandi fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi. Svo lengi sem öllum leikreglum er fylgt og ekki sé um að ræða samninga sem byggja á spillingu og óeðlilegum samningum.

Afstaða íslendinga og hugmyndir þeirra til útlendinga, sem hafa áhuga á því að fjárfesta á Íslandi er mjög óeðlileg og á rætur sínar að rekja í umræðu sem byggir á hræðsluumræðu hagsmunaafla á Íslandi. Þessi hagsmunaöfl nota nefnilega hræðsluáróður og ótta til þess að koma sínu fram á Íslandi, og hafa alltaf gert það.

Það er þó alveg ljóst að Steingrímur J. getur ekki löglega afturkallað EES tilskipuna úr íslenskum lögum. Þessi tilskipun stendur sama hvað Steingrímur Joð tuðar mikið yfir því á næstunni. Eina leiðin til þess að fella þessa tilskipun úr gildi er með því að Ísland gangi úr EES og við taki ástand og tollaumhverfi sem var í gildi áður en Ísland varð hluti af innri markaði ESB í gengum EES samninginn.

Það er ennfremur augljóst að það er hagur ákveðna hópa íslendinga að á Íslandi sé lagaumhverfi til staðar sem tryggir yfirráðarétt þessa fólks yfir auðlindum á Íslandi. Enda er einfalt að vera stór fiskur í lítilli tjörn, heldur en lítill fiskur í stóru hafi.

Frétt Vísir.is um yfirlýst blaður Steingríms Joð.

Mistök að innleiða ESB-tilskipun um orkumál (Vísir.is)

7 Replies to “Auðlindinar og þjóðremaban”

  1. óó 2 stafsetningarvillur í einni fyrirsögn er ekki boðlegt Jón Frímann. Jafnvel þó þú viljir afsala þjóð og tungu í hendur nýlenduherrum ESB

    1. Stafsetningarvillunar eru þó betri en hinn kosturinn.

      Að vera slefandi hálfviti sem tekur undir málflutning fólksins sem rænir það. Ef þú hefur ekki séð það sem ég tala um hérna í færslunni hérna að ofan, þá ertu ekki að skilja það sem ég er að skrifa um.

  2. Jóhannes Laxdal, Tvíhliða tollasamninga ? Það mundi enginn nenna því að gera slíkt við íslendinga enda á enginn svo mikilla hagsmuna að gæta gagnvart Íslandi til þess að slíkt yrði gert.

    marat, Eina þjóðarslysið hérna er þjóðremba íslendinga. Þessi þjóðremba er nefnilega núna búinn að gera íslendinga gjaldþrota einu sinni og mun örugglega gera það aftur í framtíðinni, og þá fyrr en marga grunar.

  3. ESB og fleiri, s.s. Bandaríkjamenn og Kínverjar vilja kaupa af okkur fiskinn svo það mun ekki verða vandamál að gera slíka tollasamninga. EES samningarnir komu í veg fyrir sölu á okkar afurðum til annarra, illu heilli. Það er ekki einleikið að enginn ávinningur varð af þessu samkrulli við ESB. Fiskvinnslan flutt úr landi, bankakerfið gjaldþrota, ríkið gjaldþrota og byrjað að selja orkuaðlindina með mikilli velþóknun þinni og þinna líka. Ég held þú sért verri en þeir sem tilbáðu roðann í austri hér á árum áður. Svei mér þá 🙂

    1. Þeir eru alveg tilbúnir til þess að kaupa af okkur fiskinn, en þeir þurfa þess ekkert endilega.

      Fiskvinnslan er flutt úr landi vegna þess að það er eingögnu 20% tollur á óunnum fiski, það er mun meiri tollur á unnum fiski inná markaði ESB. Ég veit ekki hvernig tollamálum er háttað á bandaríkjamarkað.

      Íslendingar settu bankakerfið sjálfir á hausinn, alveg óstuddir af erlendum aðilum.

Lokað er fyrir athugasemdir.