Kjaftæðið í kringum áfengi

Mér þykir dómstags spár þeirra sem spá öllu illu ef að áfengi verður tekið úr sölu ríkisins og sett í almennar verslanir vera fáránlegar. Sérstaklega í ljósi þess að í þeim löndum þar sem áfengi er selt í búðum (Danmörk, Holland, Belgía og fleiri lönd), þar er það bara ekkert vandamál að vera með áfengið í sér hillum.

Hinsvegar má alveg búast við því að fyrstu dagana eftir að áfengissala yrðir gerð frjáls að mikið yrði keypt í búðum. Slíkt er auðvitað eðlilegt, þar sem að slíkt gerist alltaf þar sem að frelsi er aukið.

Ég hinsvegar mun ekki trúa þeim sem segja að allt fari til fjandans ef að áfengi muni verða selt í búðum. Ég minni á að þessir sömu eða svipaðir aðilar höfðu uppi þessar sömu dómstagsspár þegar sala á áfengi var fyrst leyfið hérna á landi árið 1989. Ég veit ekki betur en að allt þetta fólk hafi haft alvarlega rangt fyrir sér.

Ég ætla að taka það fram að ég drekk ekki áfengi, en mér finnst að það fólk sem vill drekka áfengi og vill kaupa það útúr búð eigi að fá að gera það.

Tengist frétt: Efast um hæfni heilbrigðisráðherrans til að gegna embætti