Stjórnsemin og fábjánahátturinn í yfirgír á Íslandi

Stjórnsemin á Íslandi er komin í algeran í yfirgír ef eitthvað er marka þessar fréttir á Rúv. Fábjánahátturinn í þessu er auðvitað sá að þarna er verið að senda unglingum og samfélaginu í heild sinni þau skilaboð að nekt og bert hold sé eitthvað til þess að skammast sín fyrir. Sem er auðvitað alls ekki málið, nema þá í hugum sjúkra einstaklinga sem eru með afskaplega afbakaða siðferðisvitund um þessi málefni.

Ég hvet því alla unglina sem hafa snefil af sjálfsvirðingu og stolti að mótmæla þessu banni, og krefjast þess að það sé þeirra að ákveða í hvernig fötum þau gangi og hvaða stíl þau kjósa sér í lífinu. Þetta er nefnilega ekki hlutverk Formanns Samtaka Félagsmiðstöðva að ákveða svona eins og þarna er verið að gera. Enda lítur þetta afskaplega kjánalega út og er í raun ekkert nema afskaplega mikil stjórnsemi eins og áður segir.

Unglingar eru ekki börn, heldur fólk sem er orðið fært um að taka sínar ákvarðanir sjálft og þarf einnig að bera ábyrgð á sínu eigin lífi. Hvernig svo sem þeim ferst það verk úr hendi þessi unglingsár. Enda geta ákvarðanirnar verið misjafnlega góðar og slæmar eins gerist og gengur.

Fábjánahátturinn í stjórn Samtaka Félagsmiðstöðva og formanns þeirra er þeim til skammar og þau ættu nú þegar að hætta við þessar fábjánalegu reglur. Þess í stað ætti þetta fólk frekar að nota tímann og kenna unglingum að klæða sig á flottan og snjallan hátt. Svona bannsýki eins og þarna er á ferðinni er engum til góðs, og hefur í raun aldrei verið það. Það er hinsvegar alveg ljóst að stjórn Samtaka Félagsmiðstöðva hefur hagað sér eins og fífl í þessu máli, og einfaldlega blekkt eða einfaldlega haft óeðlileg áhrif á þá átján einstaklinga sem sitja ungmennaráði Samfés.

Fréttir Rúv.

Tekið fyrir efnislítil klæði
Reglur um klæðnað unglinga