Hægri öfgahópur gegn Icesave

Samtök Fullveldissinna eru samtök hægri öfgamanna á Íslandi. Þessi samtök starfa undir yfirskriftinni að þau séu að verja fullveldi Íslands. Á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að þetta fólk vill stuðla að sem mestri einangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Allt tal um að verja sjálfstæði og fullveldi Íslands er tómt bull hjá þessu fólki.

Núna hefur þetta fólk boðað til undirskriftarsöfnunar gegn Icesave 3 samkomulaginu, sem er hið besta samkomulag sem íslendingar hafa fengið í þessari Icesave deilu síðan hún hófst árið 2008.

Hérna eru whois upplýsingar um lénið sem þetta fólk hefur keypt fyrir þessa undirskriftarsöfnun sína.

Þetta fólk vill eingöngu einangra íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Það er nefnilega staðreynd að í kjölfar hrunsins þá þarf að leysa ýmis deilumál og önnur vandamál sem komu upp í kjölfarið á efnahagshruninu. Þar á meðal er umrætt Icesave mál. Þetta fólk vill hinsvegar halda málinu áfram um alla framtíð þrátt fyrir augljósa sekt íslendinga í þessu Icesave máli.

One Reply to “Hægri öfgahópur gegn Icesave”

Comments are closed.