Skuldafangelsi í boði andstæðinga Icesave samningsins

Ég persónulega lifi eftir þeirri reglu að skuld sé best greidd. Algerlega óháð því hvernig hún kom til. Hvort sem að mín skuld kom til viljandi eða óviljandi. Í tilfelli Icesave málsins þá stofnuðu íslendingar til skuldar vegna vanræsklu sinnar í því að viðhalda röð og reglu í bankamálum sínum.

Af þeim sökum þá fellur lagaleg ábyrgð vegna Icesave skuldarinnar á íslendinga. Þær þjóðir sem hérna um ræðir hafa sýnt íslendingum ótrúlega sanngirni og velvilja. Þrátt fyrir að heildar upphæð Icesave skuldarinnar sé gífurlega mikil og yrði íslendingum mikil byrði ef þeir þyrftu að borga hana alla.

Það eru hinsvegar þeir á Íslandi sem kjósa frekar að lifa við ógreidda skuld og þau vandamál sem fylgja slíkum málum. Þetta fólk á Íslandi berst núna gegn farsælli lausn Icesave málsins með öllum tiltækum ráðum og leggst jafnvel svo lágt að ljúga uppá stuðningsmenn Icesave samningins (DV: Vefsíðu til stuðnings Icesave-samningi eytt). Ofan á þessa skömm andstæðinga Icesave samningins. Þá halda þeir áfram og koma með svona fullyrðingar, en þessa fullyrðingu er að finna á bloggi Skafta Harðarsonar þar sem hann gerir stuðningsmönnum Icesave samningsins upp skoðanir á verk.

Hérna er bein tilvitnun blogg í Skafta.

Og það þrátt fyrir að ný skoðanakönnun sýni að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um Icesave. Og þrátt fyrir að á mettíma hafa yfir 20.000 undirskriftir safnast á www.kjosum.is. Og þrátt fyrir á vefurinn “Icesave, já takk” þurfti að loka til að leyna því að enginn vildi taka þátt í að leggja nafn sitt við þessa skömm.

Skafti Harðarson 15. Febrúar 2011. Bloggfærslan er hérna.

Feitletrun er mín.

Þessi fullyrðing Skafta er uppspuni og ekkert annað en lygi. Enda byggir hún á þeirri staðreynd að undirskriftarlista stuðningsmanna Icesave var eytt vegna lyga sem komu frá andstæðingum Icesave samningsins sem vilja halda íslensku þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð.