Vafasamur undirskriftarlisti afhentur Forseta Íslands á morgun

Á morgun verður vafasamur undirskriftarlisti afhentur Forseta Íslands á morgun. Þetta er í raun bara skrúðsýning fyrir Forseta Íslands sem ætlar sér að hafna nýjum Icesave lögum (sem fjalla um Icesave samninginn) á næstu dögum. Að þessu leiti þá hefur þessi undirskriftarlisti ekkert annað en fjölmiðlalegt gildi. Það er þó alveg ljóst að á þessum klukkutímum sem um ræðir núna þá geta aðstaðendur kjósum.is ekki farið yfir og afstemmað undirskriftarlistann sem þeir eru með. Það er auðvitað útilokað að þeir geti farið yfir listann og sannreynt hann með öruggum hætti (að einöngu kosningabært fólk sé á listanum svo dæmi séu tekin).

Það er því ljóst að Forseti Íslands hefur boðað til sýningar á Bessastöðum. Þar sem hann verður stjarnan og hann ætlar að gera sjálfan sig að hetju í augum þjóðarinnar. Vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson er Forsetaembættið, en hann gegnir ekki Forsetaembættinu eins og eðlilegt væri.

Fréttir um þetta.

Undirskriftir afhentar á morgun (mbl.is)
Tekur við áskorunum í fyrramálið (Rúv.is)