Alþingi á að samþykkja vantraust á Forseta Íslands

Ef að Forseti Íslands neitar að skrifa undir Icesave þá ber Alþingi Íslands að samþykkja vantraust á Forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá Íslands og á þann háttinn boða til nýrra kosninga um embætti Forseta Íslands.

Þetta yrði í samræmi við 11. Grein stjórnarksrár Íslands.

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna …1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.

http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/1944033.html

Áhættan þarna er auðvitað sú að í kjölfarið gætu komið nýjar Alþingiskosningar ef að Alþingi tapaði þessari kröfu í þjóðaratkvæði. Eins og er einnig gerð krafa um í stjórnarskrár Íslands. Það er hinsvegar hætta á því að Forseti Íslands færi með sigur af hólmi gegn svona vantraust tillögu. Sérstaklega þar sem hann hefur verið upptekin af því undanfarna mánuði að þenja út sjálfan sig og hefur verið að búa til mjög jákvæða mynd af sjálfum sér undanfarna mánuði. Þessa mynd hefur síðan almenningur á Íslandi gleypt hrátt með öllu sem því fylgir.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Forseti Íslands er vanhæfur vegna spillingar sem hann hefur stundað í krafti embættis síns á undanförnum árum. Enda hafa þessi samskipti Forseta Íslands og útrásarvíkingana ekki verið rannsökuð ennþá og ekkert bendir til þess að þau verði rannsökuð á næstunni.

One Reply to “Alþingi á að samþykkja vantraust á Forseta Íslands”

  1. Hvað með það þó alþingismenn séu meira og minna flæktir í bankahrunið, séu spilltir og hafi þegið vafasamar fyrirgreiðslur frá útrásarvíkingum þá skiptir það ekki máli af því að flokkspólitik er mikilvægari.
    Það þarf að passa að almenningur fái ekki að kjósa eða tjá sig um alvarleg mál það er hættulegt, fyrir nýju elítuna.

Lokað er fyrir athugasemdir.