1200 milljarðar króna reikningur (12.000 milljónir)

Íslendingar kvarta sáran yfir þessum 30 til 300 milljarða króna reikningi sem kemur til vegna nýjustu Icesave samninganna á milli Íslands, Bretlands og Hollands.

Hvað ætli íslendingar segi þegar dómur verði kveðinn upp um það að íslendingar þurfi að borga 1200 milljarða. Það er allan kostnaðinn af þessu Icesave ævintýri Landsbankans.

Þá mun örugglega heyrast nýtt væl yfir órættlæti heimsins og allt það. Íslendingar virðast hinsvegar gleyma því að þeir komu sér sjálfir í þessa stöðu og sitja núna fastir í henni og neita að samþykkja þær lausnir sem þeim eru boðnar.

5 Replies to “1200 milljarðar króna reikningur (12.000 milljónir)”

  1. Afhverju hefur þú ekkert minnst á þann aukinn stuðning sem þessi samningur hefur í samfélaginu? Ég tal að það séu mjög góðar líkur á því að hann verði samþykktur.

    1. Ég er að bíða eftir því hvort þessi aukni stuðningur við Icesave samninginn eins og hann er núna haldi í þjóðfélaginu.

      Ég er efnis og því kýs ég að bíða með umfjöllunina um það þangað til að ég er orðin viss um að það haldi fram að kosningum um Icesave lögin.

  2. Jón, þessir 1200 milljarðar eru það sem dæmið snýst um í dag. Landsbankinn dugar fyrir rúmlega 1100 milljörðum og því er þetta dómsmál bara um mismuninn (eins og samningurinn). Það verða því mest um 100 milljarðar sem falla á okkur (ef allt fer á versta veg) og það í íslenskum krónum, ekki pundum og evrum (sem við ráðum semsagt miklu betur við). Lesa leiðbeiningarnar!

Lokað er fyrir athugasemdir.