Hægri öfgamenn ætla sér að hunsa EFTA dómstólin í Icesave máli

Öfga hægri menn ætla sér að hunsa EFTA dómstólinn ef Icesave málið fer til hans. Sem mun gerast ef íslenska þjóðin hafnar núverandi Icesave samningum í þjóðaratkvæði.

Íslenskir hægri öfgamenn hafa nefnilega fundið það út að EFTA dómstólinn sé ekki bindandi og að álit EFTA dómstólsins skipti í raun ekki neinu máli.

Svo að vitnað sé beint í þessa vitleysinga.

Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni um Icesave staðfestir í samtali við Morgunblaðið í dag að þetta sé rétt og kveðst sjálfur ekki gera ráð fyrir, að Bretar og Hollendingar höfði mál hér heima en varnarþingið í málinu er hér heldur mundu þeir leita til EFTA-dómstólsins en niðurstöður hans eru ráðgefandi og óbindandi. Lárus telur, að þær ráðgefandi niðurstöður mundu þjóðirnar tvær nota til þess að beita okkur þrýstingi, sem yrði þá fyrst og fremst pólitískur.

Evrópuvaktin þann 22. Febrúar 2011. Niðurstöður EFTA-dómstóls eru ráðgefandi og leiðbeinandi.

Gallin er bara sá að þessi hæstaréttalögmaður hefur kolrangt fyrir sér. Niðurstöður EFTA dómstólsins eru mjög svo bindandi fyrir aðildarþjóðir EFTA og EES. Þannig að þessi fullyrðing sem þarna er sett fram er í raun ekkert nema hrein geðveiki. Enda mundi það jafngilda úrsögn úr EES og EFTA að neita að fara eftir niðurstöðum EFTA dómstólsins.

Það er ennfremur ljóst að þetta hefur ekkert með deiluna um 50 mílna lögsöguna og alþjóðadómstólinn í Haag að gera eins og þarna er haldið fram.

Það er ennfremur áhugaverð staðreynd þessi dula hótun sem er sett fram til höfuðs fréttamönnum Rúv þarna.

Það er ráðlegt fyrir fréttamenn RÚV, sem vilja vera vandir að virðingu sinni sem fréttamenn að fara nú yfir fréttir sínar um þetta mál frá því í gær, mánudag og leiðrétta þær. Fréttirnar gáfu ranga mynd af staðreyndum þessa máls.

Þeir sem standa á bak við Evrópuvaktina eru Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnarsson fyrrverandi dómstólaráðherra á Íslandi. Þessir menn eru óhræddir við að hóta fjölmiðlum ef svo bendir undir eins og þarna má sjá.

Nánar um EFTA dómstólinn.

EFTA dómstólinn (eftacourt.int)
EFTA Court (wiki)