Nýnasistar á Íslandi

Ég sé að Sölvi Tryggvarsson kallar nýnasista á Íslandi “þjóðernissina”. Þetta er rangnefni. Þar sem allir þeir sem tala svona eins og þetta fólk gerði er í raun ekkert nema nýnasistar. Þetta fólk er langt frá því að vera þjóðernissinnað. Þetta er fólk sem aðhyllist þær kenningar sem voru hluti af hugmyndafræði nasisma með öllum þeim afleiðingum sem það hafði í Evrópu.

Svona fólk er til skammar og þessi hugmyndafræði á ekki að líðast á Íslandi í neinu formi. Enda er alger nauðsyn að banna svona hugmyndafræði með lögum eins og gert á mörgum löndum Evrópu.

Þetta fólk í viðtalinu hjá Sölva er til háborinnar skammar og það ætti alls ekki að hleypa þessu fólki í fjölmiðla. Það er ennfremur ljóst að þetta fólk er rasistar og stundar hatur á fólki vegna litarháttar húðlitar. Útúrsnúningar þessa fólks breyta engu þar um.

Takið einnig eftir því að þetta fólk svarar ekki neinu sem Sölvu spyr þau um. Heldur snúa þau bara útúr og forðast að svara spurningu Sölva með rökum. Enda er málstaður þessa fólks fyrirfram ónýtur og hefur alltaf verið það.

Sölvu á Pressunni.

Adolf Hitler gerði margt gott (Pressan.is)