Jarðskjálfti uppá ML3,3 í Grímsfjalli

Jarðskjálfti uppá ML3,3 varð klukkan 01:19 UTC í Grímsfjalli, dýpi jarðskjálfans var 1,1 km samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands . Það er ekkert á þessari stundu sem bendir til þess að eldgos sé að fara gjósa í Grímsfjalli á þessari stundu. Það getur þó breyst án nokkurar viðvörunar.

EMSC segir að þessi jarðskjálfti sé ML4.3 að stærð. Ég veit því ekki á þessari stundu hvaða stærð telst vera rétt í þessu tilfelli. Það mun þó skýrast þegar jarðfræðingar fara yfir mælingar af þessum jarðskjálfta.

Texti uppfærður klukkan 11:39 CET þann 25. Febrúrar 2011.