Ráðgjöfin kostaði 696 milljónir

Ráðgjöfin í kringum einkavæðingu símans (sölu símans) kostaði þjóðina heilar 696 milljónir króna. Að mínu mati þá er þessi upphæð fáránlega há miðað við meinta vinnu aðilans sem sá um ráðgjöfina.

Símamál: Ráðgjöf kostaði 696 m.kr.
Ráðgjöf Morgan Stanley fyrirtækisins vegna sölu Landsímans, kostaði nærri 700 milljónir króna, nánar tiltekið 696 milljónir, að því er fram kemur frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi.

Kostnaður vegna einkavæðingar á þessu ári verður alls 777 miljónir samkvæmt áætlunum en farið er fram á 750 miljóna fjárveitingu í fjáraukalögum.

Rúv.is greinir frá.