Óviðeigandi ummæli Jóns Bjarnarsonar

Áður en ég fer að skrifa um eitthvað skemmtilegt hérna hjá mér. Þá er nauðsynlegt að koma leiðinlegu skrifunum frá sér fyrst.

Mér finnast ummæli Jóns Bjarnarsonar um ESB vera gjörsamlega óviðeigandi og ekki sæmandi ráðherra á Íslandi. Enda segja menn ekki svona í ráðherraembættum á Íslandi. Það mætti halda að Jón Bjarnarson segi svona í þeirri von að embættismenn og aðrir ráðherrar aðildarríkja ESB frétti þetta ekki. Þar lifir Jón Bjarnarson í blekkingunni. Enda munu ráðherrar aðildarríkja ESB fá nákvæma skýrslu um þessi orð Jóns Bjarnarsonar og hvar hann sagði þau og í hvaða tilgangi. Það er alveg ljóst hinsvegar að Jón Bjarnarson hefur rangt fyrir sér og hann er viljandi að viðhalda þessum rangfærslum um ESB á þessum fundum sem Bændasamtök Íslands halda, sem aftur á móti halda þessum sömu rangfærslum að bændum með hreinum áróðri og lygum.

Það er mín skoðun að Jón Bjarnarson eigi að biðjast afsökunar á þessum rangfærslum og á þeirri móðgun sem Jón Bjarnarson hefur í raun komið með í garð allra aðildarríkja ESB með þessum ummælum sínum. Ef að Jón Bjarnarson getur ekki verið maður til þess að biðjast afsökunar á þessum rangfærslum sínum. Þá á hann að segja af sér ráðherraembættinu nú þegar ásamt þingmennsku. Enda er augljóst að Jón Bjarnarson á ekkert erindi að vera bæði ráðherra og þingmaður ef að hann lætur svona óviðeigandi ummæli frá sér í krafti þess ráðherra embættis sem hann gegnir á Íslandi.

Ég er þó alveg vissum að Jón Bjarnarson muni hvorki segja af sér embætti sínu eða biðjast afsökunar á þessum rangfærslum og orðum sínum. Enda er það ekki stíll vanhæfra og spilltra manna að gera slíkt. Þeir sitja sem fastast og endurtaka svona rangfærslur eins og oft og þeir geta.

Það er hinsvegar ljóst að almenningur á Íslandi þarf að verjast mönnum eins og Jóni Bjarnarsyni. Enda er menn eins og Jón Bjarnarson ekkert nema skaðvaldar þegar það kemur að hagsmunum almennings varðandi verðlag að nauðsynjavörum.

Fréttir af þessum óviðeigandi ummælum Jóns Bjarnarsonar Landbúnaðarráðherra.

Jón Bjarnason: Verðum að verjast „fémútum Evrópusambandsins“ (eyjan.is)