Níu af hverjum tíu bændum vita ekki um hvað ESB snýst (breyttur titill fréttar Fréttablaðsins)

Það er staðreynd að bændur á Íslandi vita ekki um hvað ESB snýst. Enda er sú umræða sem Bændasamtök Íslands stunda um ESB eins langt frá staðreyndum um ESB og hugsanlegri ESB aðild Íslands eins og hægt er. Það er nefnilega staðreynd að það sem kemur frá Bændasamtökum Íslands er ekkert nema FUD og hræðsluáróður í garð erlendra bænda sem stunda sinn búskap innan ESB.

Það sem kemur frá Bændasamtökum Íslands er ennfremur ekki umræða. Heldur hræðsluáróður og ekkert annað. Enda er hérna um að ræða hræðsluáróður hræddra manna sem þora ekki að takast á við framtíða og það sem kemur með henni.

Afleiðingin af þessari starfsemi Bændasamtaka Íslands er sú staðreynd að íslenskir bændur vita lítið sem ekki neitt um starfsemi ESB. Það er varla að þeir þekki inná starfsemi Bændasamtaka Íslands. Enda gera Bændasamtök Íslands mikið uppúr því að stunda eins mikinn feluleik og þeir komast mögulega upp með hjá sér. Enda er Landbúnaðarráðuneytið valdalaust þegar það kemur að Bændasamtökum Íslands og Landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnarson) er ekkert nema heigull og drusla ef útí það er farið.

Það væri bændum á Íslandi hollast að losa sig við þessi bændasamtök sín. Enda valda þau þeim gífurlegum efnahagslegum sakað og hafa núna gert í mörg ár. Tölunar nefnilega tala sínu máli þegar betur er að gáð og undir þessu sitja íslenskir bændur ár eftir ár.

Frétt Fréttablaðsins um vanþekkingu íslenskra bænda.

Níu af hverjum tíu bændum á móti ESB (Vísir.is)