Það á að kæra Seðlabanka Íslands fyrir að njósna um almenning

Ég sé í fréttum á framsóknarvefnum Pressan.is að Seðlabanki Íslands ætlar sér núna að fara skoða allar gjaldeyrisfærslu sem hafa verið gerðar af íslendingum síðan árið 2008. Það er frá þeim tíma síðan gjaldeyrishöft voru sett upp á Íslandi vegna efnahagshrunsins.

Þetta er ólöglegt að mínu mati. Reyndar eru gjaldeyrishöftin eins og þau leggja sig ólögleg að mínu mati. Enda í andstöðu við EES samninginn eins og hann leggur sig. Vegna hinnar nýju rannsóknarheimildar Seðlabanka Íslands sem eru að mínu mati kolólöglegar og eiga ekki rétt á sér í nútímaþjóðfélagi. Enda er hérna verið að stunda njósnir um almenning og ekkert annað. Af þessum sökum á að kæra Seðlabanka Íslands og þessa framkvæmda hans.

Frétt framsóknarpressunar um þetta mál.

Seðlabankinn ætlar að skoða þig – Notaðirðu kortið nokkuð í Rauða hverfinu? Neyslan þín kortlögð (Pressan.is)