Slæmt samband Íslands við internetið

Ég er að taka eftir því samband Íslands við internetið virðist vera mjög slæmt á tímabilum. Um þessar mundir er ég nefnilega búsettur í Danmörku og því fer tenging mín til Íslands um Farice og aðrar tengingar sem íslensku fjarskiptafyrirtækin hafa. Það virðist þó vera sem svo að Vodafone sé verra en Síminn þegar það kemur að þessi sambandsleysi. Þegar þetta sambandsleysi á sér stað, þá kemst ég hvorki inná vefsíður sem Vodafone hýsir eða tengir og tenging mín við jarðskjálftamælinn minn við Heklu dettur út (Vodafone þjónustar internetfyrirtækið sem er þarna á svæðinu) og gefur mér þar að leiðandi nákvæmlega upp þann tíma sem þetta sambandsleysi varir.

Miðað við hversu dýrt internetið er á Íslandi þá kemur mér það á óvart hversu slæm tenging Íslands er við umheiminn. Sem er þvert á það sem er búið að segja íslendingum undanfarin ár um stöðu internets sambands við umheiminn.