Spilltur maður tjáir sig í fjölmiðlum, ræðst á fréttamann Rúv með greinarskrifum í Morgunblaðinu

Það er undarlegur málflutningur sem er að koma frá fyrrverandi forstjóra Kreditkorta hf (Ragnar Önundarson). Í mjög stuttu máli þá er maður að verja þetta samráð sem hann stundaði með Visa á Íslandi og öðrum fyrirtækjum á Íslandi. Enda gekk þetta samráð um að svindla og svína á neytendum á Íslandi og fyrirtækjum. Það virðist sem svo maðurinn sé gjörsneyddur allri ábyrgðartilfinningu. Einnig sem að augljóst er að umræddur maður finnst að hann hafi ekki gert neitt rangt, enda er slíkt einkenni þess siðleysis sem þessi maður stundaði sem forstjóri Kreditkort hf. Það þýðir ennfremur lítið fyrir þennan mann að vísa ábyrgðinni á eigendunar. Þar sem Ragnar Önundarson bar ábyrgð á daglegum rekstri Kreditkorta hf. Þannig að það er haugalygi í manninum að hann hafi ekki borið ábyrgð á þessu samráði. Enda er augljóst að hann bar fulla ábyrgð á hluta Kreditkorta hf í þessu samráðsmáli sem þarna um ræðir.

Þessi árás sem Ragnar stundar á fréttamann Rúv er gjörsamlega ósiðleg með öllu. Tilgangur þessar árásar Ragnars Önundarsonar á fréttamann Rúv er sá að kasta rýð á fréttaflutning Rúv og Maríu Sigrúnu í þessu máli sem og öðrum málum sem hún hefur fjallað um og mun fjalla um. Þetta er hinsvegar alveg í þeirri línu sem stunduð hefur verið á Íslandi undanfarna áratugi, en það er að sverta fréttamennina og fréttaflutning þeirra með svipuðum athugasemdum eins og þær sem María Sigrún þarf að þola frá Ragnari.

Ástæða þess að Ragnar dregur útlit Maríu inn í umræðuna er til þess að ná höggi á hana í umræðunni. Enda er hérna um að ræða Ad hominem (#2) árás að hálfu Ragnars. Slíkar árásir stunda eingöngu þeir sem eru gjörsamlega röklausir og geta enganvegin varið stöðu sína í umræðunni.

Það er þó eitt sem ég skil ekki. Afhverju eru menn eins og Ragnar ekki dæmdir í fangelsi til lengri tíma ? Enda er augljóst að þeir brutu lög og höfðu mikla fjármuni af fólki með hegðun sinni.

Frétt DV um þetta.

Samráðsmaður skrifar um augu sjónvarpskonu: „Ómálefnalegt“ (DV.is)