Íslendingar hafa borgað skuldir íslenskra einkabanka frá upphafi kreppunar árið 2008

Þessi hérna frasi er ansi oft notaður á Íslandi í umræðunni um Icesave samninginn.

[…]

Svörin sem hafa borist eru öll til vitnis um mikinn stuðning bréfritara við málstað þeirra Íslendinga sem setja sig upp á móti því að hérlendur almenningur þurfi að bera þungan af skuldum einkarekinna banka. […]

Viðbrögð alþjóðsamfélagsins við bréfi íslensks almennings til forseta ESB. Gunnar Skúli Ármannsson

Það er staðreynd að almenningur á Íslandi hefur verið að borga skuldir og gjaldþrot íslensku bankana síðan þeir hrundu árið 2008. Íslendingar borga auðvitað ekki allar skuldinar, þar sem eignir bankana ganga upp í hluta þeirra með tímanum. Hinsvegar hefur íslenskur almenningur borgað skammtímaskuldbindingar íslensku bankana. Þá sérstaklega allar innistæður sem voru í bönkunum við gjaldþrot þeirra. Enda tryggði íslenska ríkið allar innistæður í bönkunum upp í topp og gerir ennþá í dag. Ef að það hefði ekki verið gert. þá hefðu innistæðueigendur tapað öllu sínu við gjaldþrot bankana og sparisjóðanna á Íslandi.

Það er nefnilega ekki eins og þessi trygging á innistæðum almennings á Íslandi sé ókeypis eða hafi verið það frá upphafi. Það var almenningur á Íslandi sem borgaði þetta allt saman og hefur alltaf gert. Þannig að svona tal eins og það sem Gunnar Skúli lætur útúr sér er gjörsamlega ómarktækt þvaður og vitleysa. Sérstaklega í ljósi þeirra staðreynda sem ég tel upp hérna að ofan.

Það sem Icesave snýst um og hefur alltaf snúist um er ábyrgð íslendinga á þeim innistæðum einstaklinga (vegna þess að innistæðutryggingin nær bara til einstaklinga, ekki til fyrirtækja, sveitarfélaga eða annara þeirri gerð). Þar sem að EES samningurinn snýst um jafnrétti milli aðila. Þá er íslendingum bannað að mismuna innistæðueigendum eftir útibúum. Það er nefnilega staðreynd að Icesave var á sínum tíma útibú Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Hérna var ekki um að ræða dótturfélag. Þar sem að ef Icesave hefði verið í dótturfélagi eins og eðlilegt hefði verið. Þá hefði það starfað á ábyrgð þeirra landa sem þau störfuðu í. Eins og var raunin með Kaupþing EDGE reiknigana sem voru í dótturfélögum en ekki útibúum eins og Icesave Landsbankans.

Þessar staðreyndir eru algerlega hundsaðar af andstæðingum Icesave samningsins. Það þýðir lítið að benda andstæðingum Icesave að benda á þessar staðreyndir. Þar sem þetta fólk er staðráðið í að hlusta ekki á neinar staðreyndir.