Tapaðir þú peningum þegar bankinn þinn fór á hausinn ?

Ef að svarið er nei. Þá var það vegna þess að íslenskir skattgreiðendur tryggðu að þú fékkst peningin þinn til baka úr gjaldþrota bankanum á Íslandi. Þetta var gert með innistæðutryggingarkerfinu. Þar sem að Icesave var útibú, en ekki dótturfélag þá fékk tryggingin fyrir þau útibú á íslenska ríkið eins og aðrar innistæður í íslenska bankakerfinu þegar það fór á hausinn.

Þeir sem segja nei við Icesave eru í raun að biðja um að innistæður verði ótryggar í íslenskum bönkum. Á þann hátt mundi fólk tapa öllu sínu við gjaldþrot íslensks banka og innistæður færu bara inn í þrotabúið eins og hver önnur krafa, sem óvíst væri að fengist nokkuð upp í.

Allt tal um að íslendingar eigi ekki að borga skuldir einkafyrirtækja (gamla Landsbankans) er því ekkert annað en tóm þvæla séu þessar staðreyndir hafðar í huga. Enda er hérna um að ræða ekkert nema innantóm slagorð þeirra sem eru á móti Icesave og þar með á móti innistæðutryggingum ef að banki verður gjaldþrota. Þetta er það kerfi sem andstæðingar Icesave virðast vilja.

Ég velti því þó fyrir mér hvort að ekki muni heyrast mikið og hátt væl í sama fólki um leið og áhrif þess að vera ekki með innistæðutrygganirkerfi yrðu ljós.

Ég ætla að kjósa já við Icesave. Ef að ég kemst til þess að kjósa hérna í Danmörku með utankjörfundaratkvæði. Það gæti reyndar orðið talsvert vandasamt hjá mér að ná því. Þar sem langt er í næsta ræðismann Íslands hérna frá Sønderborg.

3 Replies to “Tapaðir þú peningum þegar bankinn þinn fór á hausinn ?”

 1. Hvað er að því að fólk tapi sínu fé (eða allavega öllu yfir einhverri tiltekinni upphæð) við það að bankar fari á hausinn?
  Eru það mannréttindi að eiga rosalega mikið af peningum?
  Og hvað er að því að fólk þurfi að hugsa svolítið um hvað það gerir við sitt fé í stað þess að það hendi bara allri ábyrgð á skattgreiðendur ef illa fer?

  Ég fékk t.d. ekkert út úr innistæðukerfinu, en það er vegna þess að minn sparnaður er ekki bundinn í bönkum heldur í öðru kerfi sem síðan getur fallið eða hækkað og ég þarf þá að taka á mig það tap eða gróða eftir því sem við á. Ætlar þú að borga mér það tap ef markaðurinn fellur á meðan ég held gróðanum ef það rís?

  Ég hef engan áhuga á að greiða undir ofurríka eða þá sem leitast eftir skjótfengnum gróða. Enda hafði það fólk engan áhuga á að leyfa mér að taka þátt í gróðanum, ég mun því ekki taka þátt í tapinu. Ég skrifaði aldrei undir ábyrgð á einkafyrirtæki, enda vil ég ekki axla hana.

  Í mínum huga snýst þetta mál líka um annað og meira en sanngirni til handa öllum einstæðu mæðrunum og hjálparsamtökunum sem lögðu fé sitt í IceSave. Hvað mig varðar snýst þetta um þá staðreynd að venjulegt fólk á ekki að þurfa að skuldsetja sig í gerfifé vegna gjörða peningamanna og greiða þá skuld síðan með raunverulegum verðmætum.

  1. Fólk á ekki að tapa peningum sínum við það að banki fari á hausinn. Þó tókst þá áhættu að vera með peningana þína í öðru kerfi en hefðbundum bankaviðskiptum og þú tapaðir. Enda er hlutabréfamarkaðurinn ekkert nema áhætta og hefur alltaf verið það. Enda fer fólk ekki á hlutabréfamarkaðinn nema að það sé tilbúið til þess að tapa peningum.

   Hinsvegar á fólk sem er ekki að þurfa að taka neina áhættu að tapa sínum pening ef að bankinn sem það er í viðskiptum við fer á hausinn. Enda teljast venjulegir innistæðureikningar ekki áhættureikningar eins og gefur að skilja.

 2. Ég tapaði pening, allir sem búa á Íslandi og borga skatta á Íslandi töpuðu pening og halda því áfram með hærri sköttum. Það er til ákveðið spakmæli sem er “Of gott til að vera satt” og það var Icesave, innistæðureikningur Icesave lofaði miklu hærri ávöxtun en allir aðrir innlánsreikningar og allir vildu græða, græða græða! og tóku út innistæður sínar úr öðrum bönkum og mokuðu inná Icesave. Ef maður vill vera öruggur með sitt sparifé þá fjárfestir maður í ríkisskuldabréfum í stað þess að leggja inn allt sitt sparifé undir í pókerspili þar sem aðeins einn aðili vissi hvernig væri gefið og það var sá sem tók við peningnum.

Comments are closed.