Ný-frjálshyggjuliðið býr til teiknmynd gegn Icesave og lýgur alveg heilan helling að auki

Ég sé að rotturnar í gervi fugla á AMX er þessa dagana í miklum áróðursham gegn Icesave. Sem þeirra kóngur og einvaldur Davíð Oddsson skrifaði sjálfur undir og samþykkti árið 2008 og gerði þar með að lögformlegri skuldbindingu Íslands (áður en hann ákvað síðan að vera á móti því sem hann hafði sjálfur samþykkt með undirskrift sinni). Nýjasti áróður ný-frjálshyggjuliðsins er að halda því fram að íslendingar eigi ekki að borga Icesave og þessa vitlausu skoðun sína hefur þetta fólk sett í teiknimynd. Þar sem ruglaða liðið á AMX sagði þetta um þessa teiknimynd.

Andstaðan er sprottin úr grasrótinni, hún er sprottin frá einstaklingum sem setjast niður og gera teiknimynd í tölvunni heima hjá sér, setja hana á YouTube og vona að aðrir sem séu sömu skoðunar muni horfa á hana.

AMX fugladritið. Teiknimyndin er þarna. Ég vara þó við henni. Þetta er ekki fræðandi efni og er ekkert nema þjóðernisáróður frá ný-frjálshyggjunni í sjálfstæðisflokknum.

Það er nú bara hinsvegar þannig að andstaðan er ekki sprottin úr neinni grasrót. Andstaðan við Icesave kemur frá fólkinu sem ber mesta ábyrgð á Icesave, en vegna þess að þetta fólk er almennt séð aumingjar sem hefur ekki dýft hendinni í kalt vatn síðan það fæddist. Þá neitar það að taka ábyrgð á Icesave og þar með afleiðingum gjörða sinna.

Þess má geta að Viðar Freyr Guðmundsson, sá sem bjó til þessa teiknimynd gegn Icesave er ný-frjálshyggjumaður og er tengdur ný-frjálshyggjufélögum á Íslandi. Þessi ný-frjálshyggjufélög er að alltaf tengd sjálfstæðisflokknum beinum tengslum.

Þess má einnig geta að mesti óreiðumaður Íslands er Davíð Oddsson. Enda setti stefna hans Ísland á hausinn, ekki einu sinni fjárglæpamönnunum í bönkunum tókst það án hjálpar Davíðs Oddssonar og ný-frjálshyggjuliðsins sem er í kringum hann. Svo þegar það kemur að því að bera og borga skaðann sem hefur hlotist af ábyrgðarlausri hegðun þessa fólks þá segir það bara nei og ætlar að stinga sér undan þessum skuldbindingum sem þetta fólk hefur stofnað til með ábyrgarlausri hegðun sinni.

Segjum nei við ný-frjálshyggjunni. Samþykkjum Icesave samninginn.