Spurning sem andstæðingar Icesave hafa ekki svarað

Hérna er spurning sem andstæðingar Icesave hafa ekki svarað.

Hvernig mun Icesave hverfa við það að segja nei ?

Ég óska eftir svörum við þessari spurningu nú þegar. Ég hef þegar spurt á Facebook, en það hefur verið lítið um svör hjá fólki sem er á móti Icesave þar.

2 Replies to “Spurning sem andstæðingar Icesave hafa ekki svarað”

  1. Icesave hvað? Iceave-reikningurinn mun hverfa eins og dögg fyrir sólu. Farinn. Um hann er verið að kjósa. Ef nei-sinnar hafa það að markmiði að láta hann hverfa þá mun þeim takast það.

    En þú ert líklega að vísa til einhvers miklu óljósara. Icesave deilunnar kannski.

    Hún gæti tekið á sig ýmsar myndar. En um hana er ómögulegt að spá því mjög margar breytur eru í dæminu. Það væri álíka gáfulegt að spyrja skákmann sem telur sig hafa unna skák eftir 12 leiki hvernig hann sjái fyrir sér að næsti leikur endi með máti.

    Það er alls ekkert víst að hann gæti svarað því. Það myndi samt ekki rýra gildi þess sem hann er að gera ef ákvörðunin er á hverjum tíma tekin á skynsamlegum forsendum.

    „Eyðum óvissunni“ er ekki óumdeilt, sjáfstætt markmið í efnahagsstjórn Íslands. Ísland býr við sjúkt hagkerfi. Það er verið að reyna að hjúkra því til heilsu. Byggja upp réttlátara og heilbrigðara samfélag.

    Eini læknirinn sem getur boðið þér með fullri vissu að „eyða óvissunni“ er sá sem vinnur hjá Dignitas.

Lokað er fyrir athugasemdir.