Þegar staðreyndir eru hafðar af engu

Ég þarf ekki að fara yfir það í löngu máli hvernig andstæðingar Icesave hunsa allar staðreyndir málsins. Vegna þess að þeir gera það. Þeir sem ætla að segja nei um helgina þjást af slæmu „þetta reddast bara“ hugarfarinu. Þetta hugarfar er auðvitað stórhættulegt í svona málum. Enda reddast aldrei neitt í svona málum og hefur aldrei gert það. Ef að íslendingar segja nei þann 9. Apríl 2011 í Iceasve kosningunni þá eru íslendingar jafnframt að lýsa því yfir að þeir ætli sér ekki að borga skuldir sínar gagnvart erlendum þjóðum og öðrum aðilum sem íslendingar skulda núna í dag. Það að neita að borga skuldir sínar hefur aldrei og mun aldrei bæta lánskjör þjóða, ekkert frekar en einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi og annarstaðar. Það verða ekki sett neitt viðskiptabann á íslendinga ef Iceasve verður fellt. Það verður bara einfaldlega neitað að stunda viðskipti við íslendinga. Það er nefnilega val erlendra fyrirtækja að stunda viðskipti við íslendinga. Þau þurfa þess ekkert sérstaklega. Enda eru næg viðskipti að hafa annarstaðar en við íslendinga.

Enda er málflutningur andstæðinga Icesave slíkur að ætla mætti að Icesave málið mundi hverfa við það að eitt að segja nei við því. Sú hugmynd er auðvitað ekkert nema fásinna og byggir ekki á neinum raunveruleika eins og áður segir.

Ég ætla síðan að minna andstæðinga Icesave á hvern þeir eru að taka undir þegar þeir neita að borga Icesave ábyrgðina.

Andstæðingar Icesave eru og hafa alltaf verið að taka undir málflutning Davíðs Oddssonar og þeirra ranghugmynda og lyga sem hann hefur haldið fram í umræðunni undanfarin ár og þetta myndband hérna að ofan ber þess augljós merki.

Við flutning minn til Íslands ætla ég að undirbúa mig undir harkalegri gjaldeyrishöft og komandi innflutningshöft ef íslendingar fella Icesave þann 9. Apríl 2011. Það er reyndar það sem ég reiknaði með að muni gerast samkvæmt bloggpósti sem ég skrifaði fyrir nokkru síðan og hægt er að lesa hérna. Það er orðið augljóst að íslenska þjóðin þarf að þjást áður en hún verður skynsamari.

2 Replies to “Þegar staðreyndir eru hafðar af engu”

  1. Skyndilega er mitt heimili með ekkert eigið fé, skuldar 100% meira en vorið 2008 og vextir hafa verið hækkaðir um 300% á láninu okkar til næstu 40 ára eða svo.

    Við höfum ekki efni á að skrifa undir frekari skuldbindingar, staðreynd sem við hunsum ekki.

    1. Þetta hjá þér hefur ekkert með Icesave að gera og það er staðreynd.

      Ég reikna þá frekar með að þú hafir efni á mun dýpri kreppu á Íslandi. Vegna þess að það mun gerast ef íslendingar hafna Icesave III samningum.

Lokað er fyrir athugasemdir.