Hvers munu börnin gjalda ef nei verður niðurstaðan ?

Það eru margir sem halda því að börnin muni borga Icesave ef að Icesave III samningurinn verður samþykktur. Ekkert gæti fjær sannleikanum. Sérstaklega í ljósi þess að borgun Icesave mun væntanlega ljúka í kringum árin 2020 – 2025 samkvæmt Icesave III samningum.

Verði Icesave III samningum hinsvegar hafnað þá mun málið dragast á langinn með alvarlegum efnahagslegum afleiðingum sem verða ekki augljósar fyrr en einu til tveim árum eftir kosninga um Iceave III. Kostnaðurinn við nei mun koma fram í verri lífsskilyrðum á Íslandi, meira atvinnuleysi, dýpri og langdregnari kreppu hjá íslendingum. Jafnvel þó svo að efnahagskreppunni verði lokið í nágrannaríkjunum Íslands á þessum tíma.

Kostnaðurinn við að segja nei mun alltaf verða mun hærri heldur en af því að segja já við samningum. Þar sem að kostnaðurinn við dómsmál er ekki aðeins hærri heldur mun sá kostnaður einnig koma fram í verri lífsgæðum og dýpri kreppu á Íslandi. Enda er það engin tilviljun að íslenskur efnahagur sé farin að staðna eins og raunin er í dag. Það er bein afleiðing af því þegar íslendingar sögðu síðast nei við því að borga Icesave skuldbindinguna. Allt tal um að nei muni ekki hafa nein áhrif er innantóm þvæla sem hefur nú þegar verið afsönnuð.

Ég vona að íslendingar kjósi já á laugardaginn. Sjálfs síns vegna.

One Reply to “Hvers munu börnin gjalda ef nei verður niðurstaðan ?”

  1. Hér ríkir þegar stöðnun næstu árin óháð þessari atkvæðagreiðslu, gjaldeyrishöftin voru nýlega framlengd um nokkur ár ef þú ert búinn að gleyma því.

    Annars er enginn góður kostur í stöðunni en skv. Marinó G. er NEI þó illskárra.
    http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1156729/

    Já sinnar halda því stöðugt á lofti að samþykki þrældóms sé einhver endastöð, ekkert er fjarri lagi. Já eða Nei, málaferlin skrölta áfram næstu árin inn til EFTA, jafnvel með viðkomu í EU.

    Mitt heimili hefur svo ekki efni á frekari skuldbindingum, 100% hækkun láns og 300% hækkun vaxta, til 40 ára takk fyrir.

Comments are closed.