Fólkið á bak við Advice „samtökin“ skoðað

Í dag eru skeljarsamtök sem kalla sig Advice og eru þessa dagana að berjast gegn Icesave samningum. Þessi samtök gera útá það að þau séu að færa fólki réttar upplýsingar um Icesave málið eins og segir á „Um okkur“ vefsíðunni þeirra. Staðreyndin er hinsvegar eins langt frá því og hægt er. Þar sem fjölmiðlar á Íslandi rannsaka ekki svona samtök. Þá ætla ég að gera það.

Um fólkið sem stendur á bak við Advice hópinn.

Esther Anna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur

Hérna er bloggsíða Esther Önnu.
Afburðarnemandi“ úr Háskóla Reykjavíkur.
Að öðru leiti fann ég ekki neinar pólitískar tengingar um Esther Önnu eða hjá hverjum viðkomandi starfar.

Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur

Situr í stjórn Heimssýnar og er hægri öfgamaður í sjálfstæðisflokknum.
Kemur hvergi fram í dag hvar hann starfar.

Guðmundur Snorrason, löggiltur endurskoðandi

Er eigandi og í stjórn PWC. Tengdur inn í spillingarmál sem tengir anga sína inn í Kópavogsbæ meðal annars samkvæmt frétt DV.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingurr

Starfar hjá LEX.
Hefur boðið sig fram hjá Heimdalli og er þess vegna í sjálfstæðisflokknum. Það er opin spurning hvort að hún sé í Davíðs armi sjálfstæðiflokksins.

Jón Árni Bragason, verkfræðingur

Situr í stjórn Heimssýnar. Ekkert annað fannst við leit hjá mér. Hefur þó örugglega dýpri tengsl þó svo að þau séu ekki augljós við leit á internetinu.

Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur

Skrifar á Pressuna. Ég fann ekki neinar fleiri upplýsingar um mannin við leit á internetinu.

Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður

Upplýsingasíða Sigríðar um hana sjálfa.
Rækilega tengd sjálfstæðisflokknum. Aðhyllist ný-frjálshyggjukenningar Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddssonar.
Starfar hjá LEX, er þó í leyfi þessa stunda.

Sigurður Hannesson, stærðfræðingur

Virðist starfa hjá Jupiter vogunarsjóði. Annars engar aðrar upplýsingar um þennan mann er að finna á internetinu.

Sigurgeir Jónsson, hagfræðingur

Tengdur inn í ARAM vogunarsjóðinn sem virðist hafa það hlutverk að græða sem mest á gjaldþroti fyrirtækja og ríkja.

Sveinn Valfells, eðlisfræðingur og hagfræðingur

Framkvæmdastjóri Tæknivara samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.
Aðrar upplýsingar var ekki að finna um mannin á internetinu við fyrstu leit.

Tómas Jónsson, hæstaréttarlögmaður

Starfar á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Vala Andrésdóttir Withrow, lögfræðingur

Búsett í Bandaríkjunum og hefur ekki haft afskipti af íslenskum málefnum síðasta áratuginn eða svo.

Vilhjálmur Andri Kjartansson, laganemi

Bauð sig fram til stjórnlagaþings. Sjá hérna og hérna. Aðhyllist hugmyndafræði ný-frjálshyggjunar í sjálfstæðisflokknum.

Viktor J. Vigfússon, verkfræðingur

Situr í stjórn SimDex.
Tengdur öfgasamtökunum og aðilum í samtökunum kjosum.is.
Aðrar upplýsingar var ekki að finna um þennan mann í fljótlegri leit á internetinu.

Þetta er fólkið sem er um það bil að leiða íslendinga inn í heilan áratug (og hugsanlega lengur) af fátækt og efnahagslegu harðræði (djúpri kreppu). Vegna þess að það er svo hrikalega miklar frekjur að það getur ekki séð misréttið sem íslendingar vilja að lendi á útlendingum vegna Icesave reikninga gamla Landsbankans. Ég setti þennan lista saman, svo að eftir nokkur ár sé hægt að fletta honum upp á internetinu og rifja upp það fólk sem stóð að því að dæma íslendinga í fátækt og dýpri efnahagskreppu með hroka sínum og heimsku.

Þeir sem taka þátt í að sannfæra íslensku þjóðina um að koma sér í dýpri efnahagskreppu og meiri vandamál verður aldrei fyrirgefið af mér og ég mun tryggja það að sögubækurnar munu hafa sitthvað að segja um þetta fólk í framtíðinni.

2 Replies to “Fólkið á bak við Advice „samtökin“ skoðað”

  1. Sæll Jón og takk fyrir þitt góða blogg.

    Hver er samt tilgangurinn með þessari færslu?

    1. Tilgangurinn er augljós. Gefa fólki upplýsingar um það fólk sem notar internetið til þess að ljúga að því um Icesave málið.

Lokað er fyrir athugasemdir.