Mun Jón Valur, Loft Alice og co. bjóðast til þess að borga atvinnuleysisbætur til fólks í kjölfarið á þjóðaratkvæðagreiðslunni ?

Ég sé að hægri öfgamaðurinn Jón Valur Jensson fangar því ákaft að Icesave lögunum skuli hafa verið hafnað af íslensku þjóðinni. Þessi öfgamaður ásamt öðrum öfgamönnum sem hafa verið í samfloti með honum undanfarnar vikur hafa logið statt og stöðugt að íslendingum um Icesave málið.

Ég velti því fyrir mér hvort að Jón Valur og félagar geti nú ekki boðist til þess að borga atvinnuleysisbætur til fólks sem mun núna ekki fá vinnu í kjölfarið á þessari höfnun á Icesave samningum. Þar sem þessi höfnun þýðir efnahagslegt frost á Íslandi og aukið langvarandi atvinnuleysi. Þar sem að erlend lán munu núna ekki fást til Íslands í kjölfarið á þessari höfnun á Icesave samkomulaginu.

Það sem er þó alveg ljóst er að þetta er það sem íslendingar vildu og núna verða íslendingar því að manna sig upp í það að taka afleiðingum þessar ákvörðunar sinnar. Ég mun persónulega ekki taka mark á væli íslendinga um það hversu slæm staða Íslands er í kjölfarið á þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jón Vali og Lofti Alice er bannað að tjá sig á þessu bloggi.

3 Replies to “Mun Jón Valur, Loft Alice og co. bjóðast til þess að borga atvinnuleysisbætur til fólks í kjölfarið á þjóðaratkvæðagreiðslunni ?”

Lokað er fyrir athugasemdir.