Nei-sinnar í Icesave strax farnir að draga í land

Ég tek eftir því að nei-sinnar í Icesave eru strax farnir að draga úr yfirlýsingum sínum. Núna tala þeir um að Icesave skuldin verði borguð. Þetta er undarlegt. Sérstaklega vegna þess að andstæðingar Icesave hafa alltaf talað eins og það ætti ekki að borga þessa Icesave skuld ef að samningum yrði hafnað í þjóðaratkvæði.

Núna er staðreyndin sú að það er búið að hafna Icesave samningum. Aftur á móti verður Icesave engu að síður borgað, bara á mun verri kjörum en var búið að semja um í Icesave samningum.

2 Replies to “Nei-sinnar í Icesave strax farnir að draga í land”

  1. Nei er þetta nákvæmt hjá þér Jón?

    Hafa ekki þessir Nei-sinnar einmitt verið að benda á að neyðarlögin hafi einmitt tryggt breskum og hollenskum innistæðueigendum forgang umfram skuldabréfaeigendur í eignir gamla Landsbankans?

    Og var það ekki ein sterkasta röksemd okkar Já- og ESB-sinna að eignir þrotabúsins myndu að öllum líkindum duga upp í forgangskröfur – jafnvel yrði eitthvað meira til skiptana?

    1. Þeir eru farnir að draga í land og það hratt. Enda höfðu þeir rangt fyrir sér eins og búast mátti við.

Lokað er fyrir athugasemdir.