Andstaða við ESB aðild Íslands og öfgatrú

Það er áhugaverð staðreynd að þeir sem eru hvað mest á móti ESB aðild Íslands virðast halla sér að öfga-kristni á Íslandi. Enda virðist það fara saman að vera langt til hægri og að vera tengdur öfga-kristni á Íslandi. Þessi staðreynd fer almennt mjög hljóðlega á Íslandi. Fyrir utan einstaka kristinn öfgamann sem er opinber á hinu íslenska bloggi.

Þessi hópur fólks hefur verið að reyna að nota trúleysi mitt sem vopn í sinni baráttu gegn mínum málflutningi (mjög hallærislegt). Oft á tíðum er gripið til þess að vísa til þessa hérna myndbands sem ég setti upp á Youtube aðganginum mínum. Þessu fólki finnst þetta trúleysi mitt vera stórhættulegt. Enda notar það hvert tækifæri sem það fær til þess að ráðast á það með athugasemdum eins og þessari hérna.


Hægt er að lesa alla færsluna hjá Jóni Baldri hérna. Smellið á myndina til að fá fulla stærð.

Ég ætla einnig að vekja athygli á því að þetta fólk jafnvel kennir trúleysi við geðveiki eða aðra andlega sjúkdóma. Eins og er augljóst í þeim athugasemdum sem þarna er að finna hjá mörgum hörðum andstæðingum ESB. Eins og er algengt hjá bókstarfstrúarfólki. Þá er siðgæði ábótavant hjá þessu fólki, og er nóg af dæmum um skort á siðgæði að finna hjá þessu fólki. Þá sérstaklega í skrifum þess gagnvart Evrópusinnum á Íslandi, ekki bara mér persónulega.

4 Replies to “Andstaða við ESB aðild Íslands og öfgatrú”

 1. Það er nú ljótt ef meirihluti íslensku þjóðarinnar eru öfga-kristinn. Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir þessu. Takk fyrir að benda mér á þetta. Hvað er til ráða?

  1. Ég nefni hvergi íslensku þjóðina í þessari bloggfærslu. Þannig að þú ert bara að bulla hérna útí loftið.

 2. Hérna ert það þú sem vísvitandi miskilur mig. Þorri Íslendinga er á móti ESB og það vel og mikið. Því miður leyfi ég mér að segja enda ESB hið besta mál og alveg frábært hvað Evrópuþjóðunum hefur tekist að halda friðinn og efla hagsæld síðustu ár.

  Ertu að meina að meirihluti þeirra Íslendinga sem ekki vilja ganga í ESB sé þá ekki öfga-kristinn. Bara sá hópur sem lætur mest í sér heyra. Þó meirihlutinn sé kannski alveg jafn mikið á móti ESB. Bara ekki öfga-kristinn?

  1. Íslenska þjóðin sem heild er blönduð í þessu. Það er þó hluti hennar sem er það sem ég flokka sem öfga-kristinn. Hinsvegar er sá kjarnahópur sem lætur hvað mest í sér heyra varðandi ESB málefni Íslands vera sá hópur sem er hvað trúaðistir og jafnframt vera hvað mest á móti ESB. Gildir þá litlu hvort að viðkomandi er til hægri eða vinstri á litrófi stjórnmálanna.

   Þetta er þó algengara í hægri væng stjórnmálanna. Veit ekki alveg afhverju það er.

   Eins og Icesave kosningin sýndi svo vel. Þá fer íslenska þjóðin bara eftir þeim sem hræðir hana mest hverju sinni. Þannig að ljóst er að Ísland mun ekki ganga í ESB á næstu árum. Íslendingar munu þó ganga í ESB á endanum. Það gæti þó tekið hátt í áratug áður en það gerist (mjög algengt með ríki sem sækja um aðild að ESB).

   Þá verður vonandi hræðslu liðið á Íslandi búið að renna sitt skeið að eilífu.

Comments are closed.