Internet trölla tölvupóstur nr. 3

Ennþá sendir internet tröllið tölvupóst. Þetta verður þó síðasti tölvupósturinn sem ég mun birta frá þessari manneskju. Þar sem ég ætla hér eftir að flokka allt sem frá henni kemur sem spam í tölvupóstforritinu mínu. Ég þarf ennfremur að skrifa um merkilegri mál en setja fram tölvupósta manneskju sem er augljóslega ekki í lagi.

From: gudrun69 gudrun69@zoho.com

Subject: Jonfrímann frímann
Date: Thu, 14 Apr 2011 03:52:42 -0700 (fim 14.apr 2011 12:52:42)
Mailer: Zoho Mail

Kæri Jón

Að birta trúnaðarbréf á vefnum sínum varðar við lög og því ert þú lögbrjótur.
Þú verður að passa þig að birta ekki svona bréf sem innihalda trúnaðarupplýsingar.
Auðvitað fer ég ekki í mál við þig enda of kostnaðarsamt fyrir fatlaðan öryrkja með
mikilmennskubrjálæði eins og mig að standa í slíku.

Vonandi hættir þú að birta þessi bréf okkar og ljúga einhverju upp á kryppuna sem
ég les aldrei. Þú hlýtur að vera verulega illviljaður að bendla mig við þessa
samsærisrugludalla. Er engin sómatilfinning í þínum beinum eða ertu virkilega
stoltur af þessu??

Kveðja
Stelpunar í 3H

Ég veit ekki hver hvatinn er á bak við svona hegðun hjá fólki. Þar sem þetta er í raun bara ákveðin gerð af internet einelti og ekkert annað.